Blönduð húsnæðislán

Viðskiptavinir geta valið að skipta lánsfjárhæðinni upp í tvö eða fleiri lánsform. Þannig geta lántakendur ráðið hlutfalli verðtryggðra og óverðtryggðra lána í sinni húsnæðisfjármögnun. 

Einnig er hægt að hafa hluta af fjármögnuninni á breytilegum vaxtakjörum og hluta með föstum vöxtum fyrstu ár lánstímans.

Kostir

  • Stöðugri greiðslubyrði á verðtryggðu láni getur vegið upp sveiflur í greiðslubyrði óverðtryggðs láns á breytilegum vöxtum
  • Greiðslubyrði verðtryggðra lána er yfirleitt léttari í upphafi lánstímans en þyngist eftir því sem líður á lánstímann, öfugt við greiðslubyrði óverðtryggðra lána sem er yfirleitt þyngri í upphafi en léttist svo vegna hraðari niðurgreiðslu höfuðstóls
  • Dreifir vaxtaáhættu að velja bæði breytilega og tímabundna fasta vexti

Ókostir

  • Aukinn umsýslukostnaður þar sem lánsformin sem þarf að meðhöndla sérstaklega eru fleiri en ella, s.s. við skjalagerð og þinglýsingu
  • Tvær eða fleiri greiðslukröfur sem lántaki þarf að standa skil á um hver mánaðamót

Dæmi um blönduð lán

Blönduð húsnæðisfjármögnun,
verðtryggð og óverðtryggð

Blönduð húsnæðisfjármögnun,
verðtryggð og tvær tegundir
óverðtryggðra húsnæðislána

Blönduð húsnæðisfjármögnun,
verðtryggð og tvær tegundir
óverðtryggðra húsnæðislána

Tengdar vörur

Verðtryggt lán

Óverðtryggt lán

Húsnæðissparnaður

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall