Pinnið á minnið

Pinnið á minnið

Hvar finn ég PIN númerið mitt?

Ef þú manst ekki pinnið er hægt að nálgast það í næsta útibúi Íslandsbanka eða í Netbanka Íslandsbanka þar sem hægt er að sækja PIN númer (sjá yfirlit reikninga fyrir debetkort og kreditkort).

Pinnið er fjórir tölustafir valdir af handahófi sem fylgir greiðslukortum og þarf að varðveita á öruggan hátt. Mikilvægi þess að leggja pinnið á minnið og passa að óprúttnir aðilar komist ekki í það verður ekki nægilega ítrekað því ef örgjörvakort er notað með réttu pinni þá ber korthafa alltaf ábyrgð á öllum færslum. Hvorki söluaðilar eða kortaútgefendur bera ábyrgð á sviksamlegri færslu á örgjörvakort sem tekið er á móti með örgjörvapósta, hafi hún verið staðfest á réttan hátt með pinni í stað undirskriftar. Korthafar geta lagt pinnið á minnið með ýmiskonar hætti en varast skal að geyma pinnið í veskinu eða öðrum stað sem þjófar gætu auðveldlega nálgast það.

Eigir þú í vandræðum með að leggja pinnið á minnið þá er hægt að breyta PIN númerum korta í næsta hraðbanka Íslandsbanka (einungis í boði fyrir viðskiptavini Íslandsbanka).

Varðveisla PIN númera – skilaboð til korthafa

Pinnið á aldrei að gefa upp á netinu, í tölvupósti eða í síma. Þegar þú slærð inn PIN númer í stað undirskriftar, í posa eða hraðbanka, haltu hendinni yfir talnaborðinu svo óviðkomandi sjái ekki hvaða PIN númer þú ert að slá inn. Ef óprúttnir aðilar komast yfir örgjörvakortið þitt og Pinnið, berð þú sem korthafi ábyrgð á úttektum af kortinu ef þær eru staðfestar með PIN númeri. Gefðu því öðrum aldrei upp PIN númerið þitt, aldrei afhenda það öðrum eða skrifa niður svo hægt sé á einhvern hátt að komast yfir það.

Af hverju voru þessar breytingar gerðar?

Pinnið á minnið var liður í innleiðingu réttrar notkunar örgjörvakorta sem tryggja öryggi korthafa, útgefenda og söluaðila. Með þessari breytingu uppfyllir Ísland kröfur alþjóðlegu kortafyrirtækjanna um öryggi í kortaviðskiptum til að sporna við fjársvikum skipulagðra glæpasamtaka.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall