Spurt og svarað

Opna allt
Stúdentakort Íslandsbanka er kreditkort sérsniðið að þörfum ungs fólks. Korthöfum bjóðast ýmiskonar sértilboð, afslættir og önnur fríðindi með notkun kortsins. Að öðru leiti er Stúdentakortið hefðbundið kreditkort sem hægt er að nota hvar sem er í heiminum og á Internetinu.
Já, korthafi getur valið hvort greitt sé fyrirfram inn á kortið eða hvort kortanotkun sé greidd eftirá um hver mánaðamót. Sé kortið eftirágreitt fær korthafi sendan reikning til greiðslu um hver mánaðarmót. Sé kortið fyrirframgreitt þarf að vera innstæða á kortinu áður en það er notað. Í hvert sinn sem kortið er notað er hringt inn eftir heimild og því ekki hægt að fara yfir á kortinu.
Hægt er að sækja um Stúdentakortið í útibúi Íslandsbanka, Þjónustuveri eða á islandsbanki.is/studentakort. Afgreiðsla umsóknar og framleiðsla kortsins tekur 3-4 virka daga.
Kortið er sérsniðið fyrir ungt fólk en það geta allir fengið Stúdentakortið. Íslandsbanki áskilur sér rétt til að hafna umsóknum ef tilefni þykir. Þeir sem eru yngri en 18 ára geta fengið fyrirframgreitt Stúdentakort með samþykki foreldra eða forráðamanna. Ekki er nauðsynlegt að vera í bankaviðskiptum við Íslandsbanka, en þeir sem eru í Námsvild Íslandsbanka fá fyrsta árgjaldið frítt.
Í flestum tilfellum er nóg að framvísa og greiða með kortinu hjá samstarfsaðilum. Hjá N1 þarf að nota kortið í sjálfsafgreiðslu til að fá afslátt af eldsneyti. Hjá Vodafone þarf að kaupa frelsisinneign með kortinu á vef Vodafone.
Já, kortið er með örgjörva og PIN númer fylgir kortinu. Á Íslandi er örgjörvavæðing langt á veg komin með innslátt PIN númers í afgreiðslutæki söluaðila við staðfestingu greiðslu en þá þarf ekki að kvitta á sölunótuna. Ef söluaðili óskar eftir að renna segulrönd kortsins í afgreiðslutæki þegar verslað er kvittar notandi með undirskrift. PIN númerið skal einnig nota þegar kortið er notað í hraðbönkum.
Gildistími Stúdentakortsins er fjögur ár á eftirágreiddum kortum og eitt ár á fyrirframgreiddum kortum. Sjá má gildistímann á framhlið kortsins. Þegar kort rennur út endurnýjast það sjálfkrafa nema að korthafi eða útibú hafi látið loka kortinu.
Tvær tegundir eru af Stúdentakorti og er árgjald kortanna því mismunandi. Árgjald Stúdentakorts án fríðinda og trygginga er 1.500 kr. fyrir aðalkort (750 kr. fyrir aukakort) og árgjald Stúdentakorts tengt Vildarþjónustu Íslandsbanka er 3.900 kr. fyrir aðalkort (1.950 kr. fyrir aukakort). Þeir sem eru í Námsvild Íslandsbanka fá fyrsta árgjaldið frítt. Afsláttur af árgjaldi Stúdentakorts eftir fyrsta árið er veltutengdur, sjá veltuviðmið
Ef kort glatast er mikilvægt að láta loka kortinu með því að hringja í þjónustuver Íslandsbanka í síma 440 4000. Utan lokunartíma Þjónustuvers Íslandsbanka skal hringja í Neyðarþjónustu Borgunar í síma 533 1400 fyrir MasterCard kort eða Þjónustusíma Valitor í síma 525 2000 fyrir VISA kort.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall