MasterCard - Spurt og svarað

MasterCard rekur hraðasta greiðslunet heims, tengir neytendur, fjármálastofnanir, kaupmenn, ríkisstjórnir og fyrirtæki í meira en 210 löndum og svæðum.

Korthafar hafa aðgang að yfir 38 milljón MasterCard söluaðila og verslana út um allan heim. Jafnt hlutfall VISA söluaðila er í heiminum og því veita þessi tvö vörumerki lang bestu móttökuna út um allan heim samkvæmt The Nilson Report.

Upplýsingar um hvar hraðbankar í heiminum eru staðsettir getur þú nálgast hér og á við bæði um MasterCard kort sem og Debet MasterCard kort.

Spurt og svarað

Opna allt

Það eru tvær meginástæður fyrir því að Íslandsbanki kýs að einbeita sér eingöngu að MasterCard. Í fyrsta lagi er þetta liður í að einfalda vöruframboð bankans. Þá var það niðurstaða bankans að með MasterCard væru viðskiptavinir okkar og bankinn sjálfur betur í stakk búinn til þess að taka þátt í þeirri þróun og þeim breytingum sem framundan eru í kortaheiminum.

Móttaka MasterCard á heimsvísu er orðin mun betri í dag en áður fyrr og nú er svo komið að fjöldi söluaðila sem taka á móti MasterCard er orðin jafn þeim sem taka á móti VISA.

Til þessa hafa viðskiptavinir mikið kvartað undan móttöku Maestro og Electron debetkortum og erum við að svara þeirri kröfu með nýrri vöru. Debet MasterCard býður upp á sömu móttöku og MasterCard út um allan heim sem ætti að létta viðskipti korthafa út um allan heim.
Nei því miður. Við munum ekki bjóða upp á nein VISA kort.

Móttaka MasterCard og VISA er mjög sambærileg út um allan heim og MasterCard er jafnvel betri í ákveðnum landshlutum/löndum.

 • Rauntímaupplýsingar um stöðu kortsins.
 • Hægt að virkja kort í netbanka, þarf ekki að koma í útibúið.

Það kemur alltaf alltaf nýtt PIN númer með nýju korti. Þú getur svo breytt því í hraðbönkum okkar og valið þar PIN númer sem hentar þér. Við bendum þér á að velja nýja PIN númerið af kostgæfni. Unnið er að tæknilegri uppfærslu allra hraðbanka og mun því á næstunni vera hægt að breyta PIN númeri í öllum hraðbönkum Íslandsbanka. Sjá hraðbanka sem bjóða upp á að breyta PIN númeri.

Korthafi þarf að fara í posa/verslun með rétt PIN númer. Stinga kortinu í posann, höfnunartexti kemur í gluggann og korthafi á að ýta á græna takkann og biðja verslunina um að fá að reyna aftur til að fá PIN staðfestinguna upp til að staðfesta greiðslu. Kortið opnast við að rétt PIN er staðfest.

 • Öll virkni kortsins helst eins, fríðindi, síhringikódi, árgjald o.s.frv.
 • Engin rafræn skilríki á kortinu
 • Undirskrift er ekki forprentuð á kortið, viðskiptavinur skrifar sjálfur á kortið.
 • Öll Debet MasterCard kort eru með snertilausa virkni – PayPass.
 • PIN númer sendist ekki út á pappír, það er aðgengilegt í netbanka eða óska eftir því á pappír.

Nei, það verða ekki rafræn skilríki á nýju Debet MasterCard kortunum. Við bendum þér á rafræn skilríki á SIM kortum eða rafrænt skilríkis kort frá Auðkenni.

 • Það virkar þannig að kortið er lagt mjög nálægt posanum, kortið skannast þá og greiðsla hefur átt sér stað.
 • Upphæðin er 5.000 kr sem er hægt að nýta snertilausna virkni við greiðslu vöru. Upphæð hærri en 5.000 kr. þarf að staðfesta með PIN númeri til að sannreyna að viðskiptavinur sé korthafinn.
 • 10.000 kr er sameiginleg hámarksuppsöfnuð upphæð sem má nota í snertilausa greiðslu og þá þarf að staðfesta með PIN númeri. Þá núllstillist snertilausa viðmiðið og byrjar að telja aftur, öryggisins vegna.
Posinn hefur mjög líklega ekki verið uppfærður svo að snertilaus virkni virki fyrir MasterCard kort. Unnið er að uppfærslu á virkninni fyrir kortin og á næstu mánuðum verður hún komin hjá fjölda verslana og fyrirtækja. Tákn snertilausu virkninnar getur verið í posanum þó að ekki sé hægt að greiða með MasterCard kortinu og þá er virknin virk fyrir VISA kort en á eftir að uppfæra hana fyrir MasterCard kortin.
Já, öll kort verður hægt að virkja í netbanka. Þú ert velkomin í útibú okkar óskir þú eftir að við virkjum það fyrir þig. Öll kort eru send heim lokuð, öryggisins vegna og virkja þarf kortið til að opna fyrir notkun kortsins.

Já, það er ein heimild á öll kort kortareiknings. Aðal- og aukakorthafi deila því heimild kortsins.

Lágmarks fjárhæð vanskila þarf að ná a.m.k. 50.000 kr. að frátöldum áföllnum vöxtum og kostnaði.

Hefðbundin kreditkort
Með því að virkja nýja MasterCard kortið gefur þú Íslandsbanka heimild til þess að færa boðgreiðslur og áskriftir sem kunna að vera á VISA kortinu yfir á nýja MasterCard kortið þitt.
Íslandsbanki getur ekki ábyrgst að allar fastar greiðslur flytjist sjálfkrafa yfir á nýja kortið en mun eftir bestu getu reyna að tryggja að allar innlendar boðgreiðslur, jafnt sem þær boðgreiðslur og áskriftir sem eiga uppruna sinn í Bandaríkjunum, færist yfir á nýja kortið. Aðrar fastar greiðslur og áskriftir þurfa korthafar að færa sjálfir.
Íslandsbanki biður korthafa vinsamlega um að fylgjast vel með boðgreiðslum sínum og áskriftum, til að tryggja að allt færist yfir á nýja kortið.

Fyrirframgreidd kort
Handhafar fyrirframgreiddra korta þurfa að færa boðgreiðslur yfir á nýja MasterCard kortið áður en eldra korti er lokað.

Erlendar boðgreiðslur
Íslandsbanki getur ekki ábyrgst að allar fastar greiðslur flytjist sjálfkrafa yfir á nýja kortið en mun eftir bestu getu reyna að tryggja að allar áskriftir sem eiga uppruna sinn í Bandaríkjunum, færist yfir á nýja kortið. Aðrar fastar greiðslur og áskriftir þurfa korthafar að færa sjálfir.

MasterCard SecureCode er öryggisnúmer sem gerir MasterCard korthöfum kleift að eiga öruggari viðskipti við þúsundir netverslana. Þegar korthafi verslar með MasterCard greiðslukortinu sínu í netverslun sem býður MasterCard SecureCode kemur upp gluggi frá MasterCard SecureCode þar sem korthafinn er beðinn um að slá inn MasterCard SecureCode öryggisnúmerið sitt. Öryggisnúmerið er sent sjálfkrafa með SMS beint frá Íslandsbanka í farsíma korthafans.

Vinsamlegast athugið hvort rétt GSM númer er skráð hjá Íslandsbanka, einnig er hægt að hafa samband við Þjónustuver Borgunar í síma 560-1600.
 • Korthafi samþykkir pöntun á vöru og/eða þjónustu sem versla á, gefur upp kortnúmer, gildistíma og CVC2 númer líkt og áður.
 • Þegar korthafinn staðfestir greiðslu sendir MasterCard sjálfkrafa SMS með öryggisnúmeri í farsíma korthafans.
 • MasterCard SecureCode gluggi frá Íslandsbanka opnast og þar er beðið um öryggisnúmer.
 • Korthafi skráir inn öryggisnúmerið.
 • Innan fárra sekúndna þá er rétt öryggisnúmer staðfest og kaupin ganga í gegn. Þessi samskipti eru aðeins á milli korthafans og útgefanda kortsins og aðeins þeim aðgengileg.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall