Spurt og svarað

American Express kreditkortið

Opna allt
Seljandi biður um öryggisnúmer (CVC2) þegar korthafi á viðskipti við seljanda og er ekki á staðnum (í gegnum netið). Korthafi gefur upp kortanúmer og öryggisnúmer til staðfestingar á því að viðkomandi sé með kortið í höndunum.
Á MasterCard og VISA kortum er öryggistalan þriggja stafa tala sem er skráð aftan á kortið sjálft, í undirskriftarreitinn.
Á American Express kortunum er öryggistöluna að finna framan á kortinu, hægra megin fyrir ofan kortanúmerið, og er það 4 stafir. Í netviðskiptum við íslenska seljendur er einnig hægt að nýta þriggja stafa öryggistöluna sem er skráð aftan á kortið sem og 4 stafa númerið sem er framan á kortinu, báðar tölurnar gilda við innlend netviðskipti.
Þessi tala er eingöngu gefin upp þegar viðskiptin eiga sér stað og seljanda er óheimilt að geyma þetta númer til að nota síðar meir.
Öll kort eru gefin út með örgjörva.

Kortinu fylgja sambærilegar tryggingar og eru á Platinum kreditkortum. Upplýsingar um tryggingarnar má nálgast á vef Íslandsbanka.

Sérsniðin endurgreiðslutilboð frá Fríðu í Íslandsbanka appinu og víðtækar ferðatryggingar.

Hér má sjá nánari upplýsingar um kortið

Nei. Yfirlit er alltaf sent í Netbanka viðkomandi en korthafi getur óskað eftir því að fá greiðsluseðil sendan heim. Skuldfærsla af reikningi er þó alltaf ódýrasti kosturinn fyrir korthafa. 
Hægt er að sækja PIN númerið í Netbanka Íslandsbanka eða með því að hafa samband við starfsmenn útibúa eða þjónustuvers og óska eftir því að fá PIN sent í pósti.
Já, hægt er að hringja í Þjónustuver Íslandsbanka í síma 440 4000 alla virka daga frá klukkan 8 til 17.
E
ftir lokun Þjónustuvers og útibúa bankans er hægt að hringja í neyðarnúmer Borgunar í síma 533 1400.
Umsækjandi þarf að uppfylla sömu skilyrði og þegar sótt er um önnur kreditkort.
Hver ný umsókn er metin eins og um nýtt útlán sé að ræða.
Að öllu jöfnu ætti afgreiðslufrestur að vera 5-7 virkir dagar.
Greiðslutímabil kortsins stendur frá 22. fyrra mánaðar til 21. næsta og eindaginn er 2. virka dag næsta mánaðar á eftir, alveg eins og er á MC/VISA kortunum í dag.
Ársvelta kortsins þarf að vera á milli 2.000.000 kr. og 4.000.000 kr. til að gefa 25% afslátt og þarf að vera meiri en 4.000.000 kr. til að gefa 50% afslátt
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall