
Gjafakort Íslandsbanka gefst alltaf vel
Með gjafakorti Íslandsbanka geturðu verið viss um að gjöfin þín hitti í mark. Kortið gildir í verslunum og á netinu rétt eins og önnur greiðslukort. Þú færð kortið í fallegum gjafaumbúðum og þarft ekki að gera annað en að velja upphæðina.
- Það geta allir keypt Gjafakort Íslandsbanka óháð viðskiptabanka
- Gjafakortið færðu í öllum útibúum Íslandsbanka
- Upphæðir gjafakorta geta verið frá 2.000 kr. til 100.000 kr
- Möguleiki að taka út reiðufé hjá gjaldkera gegn gjaldi (200 kr)
- Gildir í verslunum og á netinu rétt eins og önnur greiðslukort
Spurt og svarað
- Gjafakort Íslandsbanka kostar 500 kr. en viðskiptavinir Íslandsbanka fá 50% afslátt.
- Gjaldið er vegna kostnaðar við útgáfu kortsins.
- Þú hringir í þjónustuver Íslandsbanka (440 4000) og lætur loka kortinu. Til þess að hægt sé að loka kortinu er nauðsynlegt að vita númer kortsins og geta sýnt fram á að vera réttmætur eigandi kortsins.
- Þegar kortinu hefur verið lokað er hægt að fá eftirstöðvar kortsins endurútgefnar á nýtt kort.
- Gildistími gjafakorta er ávallt tvö ár í senn og kortið endurnýjast ekki sjálfkrafa.
- Eftir að kortið rennur út hefur korthafi þrjá mánuði til þess að fá eftirstöðvar kortsins endurútgefnar á nýtt gjafakort samkvæmt verðskrá Íslandsbanka.
Nei, kortið er örgjörvalaust og ekkert PIN númer fylgir kortinu. Kortið er notað rafrænt með því að renna segulrönd þess í posa söluaðila hjá þeim verslunum sem leyfa segulrandastaðfestingu og undirskrift.
Mikilvægt er að notandi viti alltaf hver innstæða kortsins er áður en það er notað. Ef korthafi reynir að kaupa fyrir hærri upphæð en innstæða gjafakortsins leyfir þá kemur synjun á kortið, þó að innstæða sé á kortinu.
- Stöðu kortsins og hvar það hefur verið notað er hægt að skoða hér ofar á síðunni eða með því að skanna QR kóðann aftan á kortinu. Færslur á gjafakorti birtast næsta virka dag
- Engin heimsend yfirlit fylgja kortinu.
- Kortið er hefðbundið greiðslukort sem hægt er að nota á hjá verslunum um allan heim sem leyfa segulrandarstaðfestingu og undirskrift.
- Hægt er versla með kortinu á netinu hjá söluaðilum sem nota CVC kóða.
- Inneign er hægt að fá greidda út hjá gjaldkera Íslandsbanka gegn gjaldi (200 kr)
Það geta allir keypt Gjafakort Íslandsbanka og ekki er nauðsynlegt að vera viðskiptavinur Íslandsbanka, né heldur þarf þiggjandi að vera í bankaviðskiptum við Íslandsbanka.