Gjafakort

Gjöf sem er alltaf efst á óskalistanum

Með gjafakorti Íslandsbanka geturðu verið viss um að gjöfin þín hitti í mark. Eins og önnur greiðslukort gildir það jafnt í verslunum um allan heim og á netinu. Þú færð kortið í fallegum gjafaumbúðum og þarft ekki að gera annað en að velja upphæðina.

Gjafakortið færðu í öllum útibúum Íslandsbanka

 Skoða stöðu MasterCard gjafakorts

10 síðustu stafir kortanúmers*:
 


Skoða stöðu VISA gjafakorts

8 síðustu stafir kortanúmers*:
 

QR kóði á gjafakort

Aftan á gjafakortinu er svokallaður QR kóði sem handhafar kortsins geta lesið með snjallsíma og fengið upp stöðu kortsins. Hvert kort er með einstakan QR kóða þannig að ekki þarf að slá inn kortanúmerið til að fá stöðuna. 

Hreyfingar gjafakorta eru uppfærðar daglega þannig að ávallt er sýnd staða síðasta virka dag.

  • Upphæðir gjafakorta geta verið frá 2.000 kr. til 100.000 kr.
  • Tveggja ára gildistími
  • Endurnýjanlegt ef glatast
  • Hægt að kaupa í útibúum Íslandsbanka
  • Möguleiki að taka út reiðufé hjá gjaldkera gegn gjaldi
  • Hægt að nota hjá fjölda söluaðila, hvar sem er í heiminum, nema í verslunum þar sem krafist er PIN númers (sjá spurninguna „Fylgir örgjörvi og PIN númer kortinu“ í Spurt og svarað)

Spurt og svarað

Opna allt

Gjafakort Íslandsbanka kostar 500 kr. en meðlimir í Vildarþjónustu Íslandsbanka fá 50% afslátt. Kaupandi gjafakortsins greiðir fyrir stofnkostnað þess. Greitt er fyrir framleiðslukostnað kortsins og gjafaumbúðirnar sem kortið kemur í. Notandi gjafakorts borgar hins vegar ekkert fyrir notkun þess.

Ef kort glatast er mikilvægt að láta loka kortinu með því að hringja í þjónustuver Íslandsbanka í síma 440 4000. Síðan er hægt að fá eftirstöðvar kortsins endurútgefnar á nýtt gjafakort. Til þess að láta loka kortinu er nauðsynlegt að vita númer kortsins. Til þess að fá kort endurútgefið þarf korthafi að sýna fram á að vera réttmætur eigandi kortsins.
Gildistími gjafakorta er ávallt tvö ár í senn og kortið endurnýjast ekki sjálfkrafa. Eftir að kortið rennur út hefur korthafi þrjá mánuði til þess að fá eftirstöðvar kortsins endurútgefnar á nýtt gjafakort samkvæmt verðskrá Íslandsbanka. Þannig má í raun segja að gildistími kortsins sé óendanlegur svo lengi sem innstæða er á kortinu og korthafi óskar endurútgáfu innan tímamarka.
Nei, kortið er örgjörvalaust og ekkert PIN númer fylgir kortinu. Kortið er notað rafrænt með því að renna segulrönd þess í posa söluaðila þegar verslað er með gjafakortinu og kvittar notandi fyrir með undirskrift. Borið hefur á því að söluaðilar í löndum þar sem örgjörvavæðing er langt á veg komin, til dæmis í Danmörku og Bretlandi, hafa neitað að taka við kortunum án þess að slegið sé inn PIN númer. Samkvæmt samningi söluaðila við MasterCard og VISA International ber öllum söluaðilum að taka við segulrandarkortum gegn undirskrift korthafa án þess að krefjast PIN númers. Annað telst brot á samningum og óskar MasterCard og VISA International eftir upplýsingum um söluaðila sem neita að taka við kortum án PIN númers. Handhafar Gjafakorta sem lenda í slíkum vandamálum eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna verslunina til Borgunar, þjónustuaðila MasterCard á Íslandi, og Valitor, þjónustuaðila VISA korta á Íslandi.
Þegar öll innstæða kortsins klárast er ekki lengur hægt að nota kortið sem greiðslumáta og korthafa er óhætt að henda kortinu. Ekki er hægt að setja nýja innstæðu á notuð gjafakort.
Mikilvægt er að notandi viti alltaf hver innstæða kortsins er áður en það er notað. Ef korthafi reynir að kaupa fyrir hærri upphæð en innstæða gjafakortsins leyfir þá kemur synjun á kortið, þó að innstæða sé á kortinu.
Stöðu kortsins og hvar það hefur verið notað er hægt að skoða á islandsbanki.is/gjafakort. Engin heimsend yfirlit fylgja kortinu.

Færslur á gjafakorti birtast næsta virka dag

Nei, aðeins er hægt að setja innstæðu á kortið þegar kortið er keypt í upphafi og er kortið ónýtt þegar innstæða klárast. Ekki er heldur hægt að fara í skuld á kortinu.
Upphæðir gjafakorta geta verið frá 2.000 kr. til 100.000 kr.

Kortið er hefðbundið greiðslukort sem nota má til að greiða fyrir vöru og þjónustu hjá milljónum söluaðila sem taka á móti MasterCard og VISA kortum, bæði innan lands sem utan. Einnig er hægt að nota kortið til þess að versla á Internetinu hjá söluaðilum sem nota CVC kóða sem og fá inneign greidda út hjá gjaldkera Íslandsbanka gegn gjaldi samkvæmt verðskrá kreditkorta. Handhafi kortsins getur notað það eins oft og hann vill á meðan kortið er enn í gildi og innstæða er á kortinu. Í hvert sinn sem kortið er notað lækkar innstæða kortsins sjálfkrafa sem nemur þeirri upphæð sem verslað er fyrir.

Það geta allir keypt Gjafakort Íslandsbanka og ekki er nauðsynlegt að vera viðskiptavinur Íslandsbanka, né heldur þarf þiggjandi að vera í bankaviðskiptum við Íslandsbanka.
Hægt er að kaupa kortið í útibúum Íslandsbanka og fá það afhent samstundis í fallegum gjafaumbúðum.
Gjafakort Íslandsbanka er fyrirframgreitt kreditkort. Í hvert sinn sem kortið er notað er hringt inn eftir heimild og því ekki hægt að "fara yfir" á kortinu.

Gjafakort Íslandsbanka virkar eins og hefðbundið gjafakort og lítur út eins og kreditkort. Kortið má gefa til vina, vandamanna, samstarfsmanna og jafnvel barna, svo fremri sem viðtakandinn getur skrifað nafnið sitt aftan á kortið. Gefandi velur upphæðina en lætur þiggjanda ákveða hvaða gjöf skuli keypt, hvar sem er í heiminum þar sem tekið er á móti MasterCard og VISA kreditkortum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall