Tölum saman um þjónustu

Tölum saman um þjónustu

Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera #1 í þjónustu. En hvað er góð þjónusta? Hugtakið er flókið enda er það mismunandi eftir fólki hvað því þykir vera góð þjónusta.

Í október og nóvember 2015 héldum við fundaröð undir nafninu "Tölum saman um þjónustu" þar sem við fengum mismunandi aðila úr atvinnulífinu til að segja frá sinni sýn á þjónustu. 

Um var að ræða 5 morgunfundi sem allir voru haldnir í nýju útibúi okkar á Granda.

Vá! - Við getum öll lært af ofurþjónustufyrirtækjum

Björgvin Ingi Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskipta og þróunar hélt framsögu um hvað ofurþjónustufyrirtæki gera öðruvísi. Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, stýrði umræðum.

Macland - Allt sem ég hef er ofurþjónusta

Hörður Ágústsson, stofnandi Macland fór yfir sögu fyrirtækisins og áherslu þess á þjónustu. Hildur Björk Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Símans stýrði umræðum.

Fótbolti.net - Að veita fótboltanördum frábæra þjónustu

Elvar Geir Magnússon, ritstjóri vefsíðunnar Fotbolti.net flutti framsögu um þjónustunnar sem þeir veita sínum lesendum. Þá svöruðu hann og Hafliði Breiðfjörð, eigandi síðunnar spurningum gesta úr sal. Kolbeinn Tumi Daðason stýrði umræðum.

Valdís - Ískaldur metnaður

Á fundinum hélt Gylfi Þór Valdimarsson, eigandi Valdísar erindi um hvernig hann lét drauminn rætast og þátttöku viðskiptavina í vali á hvaða vörur eru í boði í ísborðinu. Umræðum stýrði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður FKA.

Fjárfest í fræðslu

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka, talaði um fræðslustarf VÍB, hverju það hefur skilað og hvernig það að uppfræða viðskiptavininn getur verið góð þjónusta. Andrés Jónsson, almannatengill, stýrði umræðum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall