Meniga

Heimilisbókhald Meniga í Netbanka Íslandsbanka hjálpar þér að öðlast yfirsýn yfir fjármál heimilisins, halda bókhald og finna raunhæfar leiðir til sparnaðar.

Meniga er innbyggt í Netbankann og þar með eru allir einstaklingar í viðskiptum við bankann orðnir Meniga notendur. Helsta breytingin fyrir þá sem voru fyrir Meniga notendur er að þeir þurfa ekki lengur að tengjast öðrum vef til að vinna með sitt bókhald. Allt á einum stað.

 

Gögn vistuð hjá Íslandsbanka

Vakin er athygli á því að gögn sem birtast í Meniga heimilisbókhaldi í Netbanka Íslandsbanka eru vistuð hjá bankanum en ekki Meniga. Bankinn keyrir hugbúnað frá Meniga en gögnin eru ekki flutt frá bankanum. Kjósi viðskiptavinir að tengja sínar upplýsingar maka eða skoða samanburð við aðra Meniga notendur þá geta þeir samþykkt skilmála Meniga og við það flytjast gögn yfir til Meniga (fyrirtækisins). Kynnið ykkur öryggis- og persónuverndarstefnu Meniga.

Sýnishorn úr Meniga kerfinu

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall