Greiðsluþjónusta

Útgjöld heimila geta verið mjög mismunandi eftir mánuðum. Greiðsluþjónusta Íslandsbanka jafnar þessar sveiflur í útgjöldum heimila.

Í greiðsluþjónustunni eru útgjöld og tekjur næstu 12 mánaða áætluð og þeim deilt niður í 12 jafnar mánaðargreiðslur. Þannig verða minni sveiflur í útgjöldum heimilisins milli mánaða. Með þessu er auðvelt að áætla hvaða fjárhæð heimilið hefur til ráðstöfunar í hverjum mánuði og stórir útgjaldamánuðir koma ekki á óvart.

Kostir

  • Aukin þægindi
  • Reikningar eru greiddir á réttum tíma
  • Útgjaldasveiflur eru úr sögunni
  • Auðvelt að sjá ráðstöfunartekjur hvers mánaðar
  • Alltaf mögulegt að gera breytingar
  • Betri sýn yfir fjármálin í yfirliti greiðsluþjónustu í Netbanka

Breytingar og vextir samkvæmt verðskrá bankans

Hægt er að sækja um greiðsluþjónustu í næsta útibúi Íslandsbanka. Þegar sótt er um greiðsluþjónustu þarf að koma með upplýsingar um alla útgjaldaliði sem óskað er eftir að verði greiddir í greiðsluþjónustu t.d. síðasta greiðsluseðil lána og annarra krafna. Greiðsluáætlun er sett upp skv. framangreindum upplýsingum og mánaðarlegar greiðslur áætlaðar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall