Hækkun fasteignaverðs í Noregi

14.05.2012 - Þór Clausen

Í rannsókn sem NORSTAT í Noregi framkvæmdi nýlega kemur í ljós að 55% aðspurðra telja að fasteignaverð muni hækka á árinu 2012. Á sama tíma í fyrra töldu 61% aðspurðra að fasteignaverð væri á uppleið. Þvi má leiða líkur að því að Norðmenn séu farnir að efast um að norska góðærið haldi áfram endalaust.

Trúir þú því að fasteignaverð muni hækka á árinu? (Spurt í Noregi)

2010 2011
Verðhækkun 61% 55%
Verð stendur í stað 32% 32%
Verðlækkun 3% 8%
Veit ekki 4% 5%

Það er skynsamlegt að vera áhættufælin þegar kemur að því að skoða þessi mál og fara varlega í fasteignakaup, skoða vel forsendur markaðarins og fylgjast með fréttum sem tengjast fasteignamarkaðnum hér heima og í nágrannalöndunum.

Efni og innihald greina endurspegla ekki mat eða skoðanir Íslandsbanka heldur einungis þeirra aðila sem þær skrifa.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall