Lykilráð í fjármálum heimilanna

09.05.2012 - Þór Clausen

Losið ykkur við dýrt greiðsluform

Losið ykkur við dýr lán eins og þau sem fylgja því að nota greiðslukort. Árgjaldið og vextir á greiðslur sem ekki greiðast á eindaga geta verið háir. Ef greiðslukortið er hins vegar notað skynsamlega og ekki þarf að greiða árgjald eða greiða eftir eindaga, getur verið hagkvæmt að nota greiðslukort.

Athugið hvort hægt er að lækka vaxtakostnað á húsnæðisláninu

Athugið hvaða vextir bjóðast á húsnæðislán og kynnið ykkur mismunandi form þeirra. Ef ekki er uppgreiðsluákvæði í samningi við þá lánastofnun sem á húsnæðislánið, gæti verið skynsamlegt að hafa samband við hana og athuga hvort hægt er að skuldbreyta eða breyta vöxtum. Athuga skal þó að taka þarf tillit til lánskostnaðar sem fellur til við töku nýs láns.

Safnið í neyðarsjóð

Sparið og eigið sjóð sem jafngildir ráðstöfunartekjum tveggja til þriggja mánaðalauna. Skoðið vel hvaða innlánsvextir eru í boði.

Greiðið aukalega niður húsnæðislánið

Ef hægt er, getur verið skynsamlegt að greiða aukalega inn á höfuðstól húsnæðisláns ykkar. Þó á þetta helst við ef engar aðrar vaxtahærri skuldir eru til staðar. Með þessu móti lækkar höfuðstóllinn hraðar og til langs tíma sparið þið háar vaxtagreiðslur.

Sparið

Það er svo mikilvægt að leggja fyrir, að spara. Reynið að minnka neyslu og eyðslu og hugsið um hve mikilvægt það er að eiga sjóð þegar á eftirlaun er komið. Farið samt varlega þegar þið ákveðið í hverju þið sparið og takið ekki of mikla áhættu.

Efni og innihald greina endurspegla ekki mat eða skoðanir Íslandsbanka heldur einungis þeirra aðila sem þær skrifa.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall