Gátlisti fyrir ferðalög

Þegar við förum í ferðalag er að mörgu að huga. Við viljum benda viðskiptavinum á nokkur atriði sem vert að skoða áður en haldið er af stað, hvort sem það er ferðalag innanlands eða utan.Gjaldeyrir

Ekki gleyma að taka út skotsilfur áður en þú heldur erlendis í frí. Það er kostnaðarsamara að taka út gjaldeyri í Leifsstöð og víða í hraðbönkum erlendis eru teknar þóknanir þegar peningur er tekinn út af kreditkorti.

Mikilvæg símanúmer 

Vertu með mikilvæg símanúmer við hendina, t.d. þjónustunúmer bankanna 515 4444 til að fá upplýsingar um stöðu og færslur reikninga og kreditkorta, neyðarnúmer hjá Visa (525 2000) og MasterCard (533 1400).  Mundu líka eftir símanúmeri Þjónustuvers Íslandsbanka, 440 4000, sem kappkostar að veita þér góða þjónustu í sumarfríinu.

Hvar finn ég hraðbanka?

Vertu viss um hvar þú finnur næsta hraðbanka Íslandsbanka. Staðsetningu finnurðu á farsímavef eða appinu okkar, sem segir þér nákvæmlega hversu langt er í næsta hraðbanka út frá þinni staðsetningu. Og auðvitað á vefnum og með aðstoð þjónustuvers.

Góð ráð fyrir sumarfríið

Á vef Íslandsbanka birtast margar gagnlegar greinar um fjármál einstaklinga. Ein þeirra fjallar um sumarfrí og gagnleg atriði til að huga að í undirbúningnum. Skoðaðu greinina um sumarfrí og fleiri fróðlegar greinar á mannamáli.

Pinnið á minnið

Hjá flestum sölustöðum erlendis og í mjög auknum mæli innanlands þarf að staðfesta greiðslu með því að slá inn PIN númer í stað undirskriftar. Ef þú manst ekki PIN númerið þitt þá getur sótt það í Netbanka Íslandsbanka. 

Bankinn í farsímanum

Þú getur sinnt helstu bankaviðskiptum í símanum þínum: greitt reikninga, skoðað færslur, millifært eða fundið hraðbanka og bankaútibú. Farsímavefur og snjallsímaforrit Íslandsbanka kemur að góðum notum.

Vertu með tvö kort

Hagstæðast er að nota debetkortið í fríinu. Kreditkort veita mörg hver víðtækar tryggingar og því getur verið ráðlegt að greiða fyrir ferðalagið með kreditkortinu. Það er einnig skynsamlegt að vera með tvö kort, annað debetkort og hitt kredikort, og jafnvel frá sitt hvorum útgefandanum. 

Sumarfrí í Meniga

Í Meniga heimilisbókhaldinu í Netbanka Íslandsbanka geturðu haldið utan um allan kostnað sem tengist fríinu með því að búa til merkimiða, t.d. "sumarfrí 2012". Síðan merkirðu allar færslur með þessum merkimiða og með einfaldri leit geturðu fundið út hver kostnaðurinn er. Þetta kemur að sérstaklega góðum notum við skipulag á næsta sumarfríi. 

Rafræn skilríki og SMS

Ertu búinn að virkja rafrænu skilríkin? Þú kemst auðveldlega inní Netbankann þinn með rafrænum skilríkjum. Vertu viss um að þú hafir skráð gsm númerið þitt á stillingasíðu Netbankans. Þá geturðu alltaf komist í netbankann þinn með SMS-varaleið sem margir nýta sér.

Reikningar í skuldfærslu

Ef þú ferð í frí yfir mánaðamót og ert ekki með aðgang að Netbanka þá er mikilvægt að setja reikninga í skuldfærslu svo þeir fari ekki yfir eindaga. Í Netbanka er hægt að greiða alla reikninga fram í tímann á eindaga.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall