Íslandssjóðir hf.

ÍslandssjóðirÍslandssjóðir hf. er sérhæft félag á sviði eignastýringar og annast rekstur og stýringu verðbréfasjóða, fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða. Íslandssjóðir er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki og starfar á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 og laga um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði nr. 128/2011.

Íslandssjóðir hf. var upprunalega stofnað árið 1994 og nefndist þá Rekstrarfélag VÍB hf. Félagið annast daglegan rekstur verðbréfasjóða og fjárfestingasjóða Íslandssjóða, sbr. 17. og 18. grein laga um verðbréfasjóði nr. 128/2011. Að auki sér félagið um fjárfestingar fyrir IS SICAV 1 - Mondo, sem er verðbréfasjóður skráður í Lúxemborg. Að auki stýrir safnastýringarteymi Íslandssjóða eignasöfnum fyrir ýmsa lífeyrissjóði, félagasamtök og aðra fagfjárfesta. Hlutafé félagsins er 25 m.kr. Hluthafar eru tveir og er Íslandsbanki hf. skráður fyrir 99,7% af hlutafénu.

Íslandssjóðir hf. eru óháðir Íslandsbanka og er meirihluti stjórnarmanna óháðir. Þó hafa Íslandssjóðir gert samkomulag við Íslandsbanka um að sjá um hluta af daglegum rekstri á grundvelli 18. gr. laga um verðbréfa- og fjárfestingarsjóði nr. 128/2011. VÍB, Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka annast markaðssetningu, sölu og innlausn hlutdeildarskírteina og Rekstrar- og upplýsingatæknisvið Íslandsbanka annast bókhald sjóðsdeilda, útreikning á innlausnarvirði og viðhald skrár yfir eigendur hlutdeildarskírteina.

Íslandssjóðir starfrækir úrval skuldabréfasjóða, hlutabréfasjóða og blandaðra sjóða.

Framkvæmdastjóri félagsins er Haraldur Örn Ólafsson.

Nánari upplýsingar

Íslandssjóðir
Kennitala: 690694-2719 
Aðsetur: Kirkjusandi 2, 155 Reykjavík 
Sími: 440 4950
www.islandssjodir.is

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall