Gjaldeyrismál

Ertu að fara til útlanda?

Nú geturðu pantað gjaldeyri á vefnum til að hafa með þér í ferðalagið. 

Með því einfaldar þú þér sporin og flýtir fyrir afgreiðsluferlinu.

Panta gjaldeyri

Eftirfarandi atriði er vert að hafa í huga vegna ákvæða laga um gjaldeyrismál nr. 87/1992.

Sala á gjaldeyri

 • Einstaklingur sem er innlendur aðili hefur heimild til að kaupa erlendan gjaldeyri hjá fjármálafyrirtæki hér á landi, þar sem hann er með viðskipti sín, fyrir allt að jafnvirði 700.000 kr. í reiðufé í hverjum almanaksmánuði gegn framvísun á farseðli. 
 • Einstaklingur sem er innlendur aðili telst hafa viðskipti sín hjá fjármálafyrirtæki hér á landi í skilningi gjaldeyrislaga ef viðskipti hans og viðkomandi fjármálafyrirtækis uppfylla eitt af eftirfarandi skilyrðum:
   • Einstaklingur á launareikning hjá viðkomandi fjármálafyrirtæki sem greitt hefur verið inn á síðustu 90 daga.
   • Einstaklingur á útgefið greiðslukort (debet eða kredit) hjá viðkomandi fjármálafyrirtæki og færslur eru fleiri en 20 á mánuði.
   • Úttektir í reiðufé af sparnaðarreikningi hjá viðkomandi fjármálafyrirtæki eru að lágmarki að meðaltali fimm í hverjum mánuði sl. sex mánuði.
 • Innlendum aðila er heimilt að taka út af erlendum gjaldeyrisreikningi hjá fjármálafyrirtæki hér á landi, að jafnvirði 700.000 kr. í reiðufé í hverjum almanaksmánuði gegn framvísun á farseðli. 
 • Einstaklingur, sem er erlendur aðili og staddur hér á landi tímabundið vegna ferðalaga, hefur heimild til að kaupa erlendan gjaldeyri hjá fjármálafyrirtæki hér á landi fyrir allt að jafnvirði 700.000 kr. í reiðufé gegn framvísun á farseðli. 
 • Heimild einstaklinga til að kaupa erlendan gjaldeyri vegna ferðalaga er miðuð við að gjaldeyririnn sé keyptur í eigin viðskiptabanka gegn framvísun á farseðli í eigin nafni aðilans. Gjaldeyrinn má aðeins kaupa innan fjögurra vikna fyrir brottför samkvæmt farseðli.

Skilríki

 • Samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti þurfa viðskiptavinir sem kaupa eða selja gjaldeyri fyrir upphæð sem nemur meiru en því sem jafngildir 1000 Evrum að framvísa gildum persónuskilríkjum útgefnum af stjórnvöldum þegar viðskiptin fara fram. Gild persónuskilríki eru vegabréf, ökuskírteini eða nafnskírteini.

Gjafir og styrkir

 • Fjármagnshreyfingar á milli landa vegna gjafa innlendra aðila til einstaklinga og styrkja til góðgerðasamtaka eða hliðstæðra aðila og aðrar sambærilegar hreyfingar fjármagns á milli landa umfram 3.000.000 kr. á almanaksárinu eru óheimilar. 
 • Gjöf eða styrkur skal lagður inn á reikning móttakanda og gefandi og gjafþegi skal ekki vera einn og sami aðilinn.

Laun og framfærsla

 • Einstaklingi sem er erlendur aðili er heimilt að flytja út erlendan gjaldeyri, ef sýnt er fram á að notkun fjárins sé vegna eigin framfærslu. Á almanaksárinu nær heimildin til fjármagnsflutninga fyrir allt að jafnvirði 6.000.000 kr. fyrir einstakling, allt að 12.000.000 kr. fyrir hjón og að auki 4.000.000 kr. fyrir hvert ólögráða barn sem lýtur forsjá og er með lögheimili hjá framangreindum. Einstaklingur getur sótt um undanþágu til Seðlabankans ef hann hefur fullnýtt þessa framfærsluheimild.
 • Laun sem erlendur aðili hefur aflað hérlendis sl. 6 mánuði eru undanþegin reglunum. Námslán, atvinnuleysisbætur, lífeyrisgreiðslur, þ.m.t. elli- og örorkulífeyrir og greiðslur vegna félagslegrar aðstoðar og aðrar sambærilegar greiðslur, teljast laun í þessum skilningi.
 • Námsmenn sem sýnt geta fram á að þeir séu í námi erlendis teljast erlendir aðilar í skilningi framangreindra heimilda gjaldeyrislaga.

Kaup á fasteign og lausafé

 • Fjármagnshreyfingar á milli landa vegna fasteignaviðskipta erlendis eru óheimilar nema sýnt sé fram á að viðskiptin séu gerð vegna búferlaflutninga aðila. Hámarksfjárhæð gjaldeyriskaupa og fjármagnsflutninga vegna kaupa á einni fasteign sem tengjast búferlaflutningum er jafnvirði 100.000.000 kr. Aðilar verða að framvísa undirrituðum kaupsamningi og staðfestingu á búferlaflutningum frá Þjóðskrá.
 • Fjármagnshreyfingar á milli landa vegna fjárfestingar í öðrum eignum í erlendum gjaldeyri, þ.m.t. hrávöru, faratækjum og vinnuvélum, sem eru hvorki eðlilegur þáttur í atvinnustarfsemi aðila né ætluð til innflutnings fyrir framleiðslu hans, eru óheimilar.
 • Þrátt fyrir ofangreint bann eru gjaldeyriskaup og fjármagnshreyfingar á milli landa vegna kaupa á vélknúnu ökutæki heimil í eitt skipti, séu kaupin í tengslum búferlaflutninga kaupandans úr landi, enda nemi fjárhæði eigi meira en jafnvirði 10.000.000 kr. Aðilar verða að framvísa undirrituðum kaupsamningi og staðfestingu á búferlaflutningum frá Þjóðskrá.
 • Einstaklingum sem eru innlendir aðilar er jafnframt heimilt að kaupa og flytja inn eitt farartæki erlendis frá á almanaksári fyrir allt að jafnvirði 10.000.000 kr. enda sé farartækið ætlað til eigin nota innanlands. Framvísa þarf kaupsamningi eða samþykktu kauptilboði vegna farartækisins.
 • Gjaldeyrisviðskipti og fjármagnshreyfingar vegna kaupa á fasteign í tengslum við búferlaflutninga og innflutning á farartæki eru háðar því skilyrði að tilkynning um kaupin hafi hlotið staðfestingu Seðlabanka Íslands.

Fjárfesting og viðskipti með fjármálagerninga

 • Fjárfesting í verðbréfum, hlutdeildaskírteinum verðbréfa og fjárfestingasjóða, peningamarkaðsskjölum eða öðrum framseljanlegum fjármálagerningum útgefnum í erlendum gjaldeyri er óheimil. Þó er aðilum sem fjárfest hafa í slíkum fjármálagerningum fyrir 28. nóvember 2008 heimilt að endurfjárfesta.

Nýfjárfestingar

 • Innlend nýfjárfesting er ótakmörkuð. Nýfjárfesting er fjárfesting sem gerð er eftir gildistöku laganna fyrir nýtt innstreymi erlends gjaldeyris, sem skipt er í innlendan gjaldeyri hjá fjármálafyrirtæki hér á landi. Beinar eða óbeinar fjárfestingar í afleiðusamningum og kröfum á hendur aðilum sem sæta slita- eða gjaldþrotaskiptameðferð, eða sem lokið hafa slita- eða gjaldþrotaskiptameðferð með nauðasamningi sem felur í sér úthlutun eigna til kröfuhafa, teljast ekki til nýfjárfestingar.

Starfsfólki Íslandsbanka er skylt að fara að reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál. Vinsamlegast farið ekki fram á annað.

Greiðslufyrirmæli

Íslandsbanki á Nostro reikninga hjá alþjóðlegum bönkum  fyrir alla helstu gjaldmiðla.

SWIFT kóði bankans er GLITISRE og skal hann notaður við greiðslufyrirmæli.


Nánari upplýsingar má fá á vef Seðlabanka Íslands

Spurt og svarað

Opna allt
Millifærslur á milli tveggja gjaldeyrisreikninga (IG) í eigu innlendra aðila hjá fjármálafyrirtæki hér á landi eru heimilar.

Íslandsbanki selur erlenda tékka í völdum myntum. Um er að ræða svokallaða „Swift“ tékka sem keyptir eru í gegnum JPMorgan Chase sem gefa út tékkana og póstleggur. Tékkarnir eru því ekki afhentir í útibúum bankans heldur sendir til viðtakanda.

Bankinn kaupir erlenda bankatékka og aðra tékka af viðskiptavinum í samræmi við verklag þar um. Þó er ekki hægt að kaupa tékka í japönskum jenum og pólsku Zloty.

Bankinn kaupir ferðatékka í eftirtöldum myntum: USD, EUR, GBP, CAD og CHF.

Hægt er að innheimta erlenda tékka fyrir viðskiptavini yfir fjárhæð sem samsvarar USD 250 og hærri. Lægri tékkar en það fara að mestu leyti í kostnað og því viljum við ekki taka þá í innheimtu.

Erlendar innheimtur flokkast sem gjaldeyrisviðskipti og lúta því sömu lögmálum og aðrar erlendar greiðslur.

Viðskiptavinir mega taka út af gjaldeyrisreikningi eða kaupa seðla sem nemur 350.000 íslenskum krónum í erlendum seðlum í hverjum almanaksmánuði.

Skilyrði er að viðskiptavinir framvísi farseðli.

Aðeins er leyfilegt að afgreiða að hámarki kr. 350.000 út á hvern farseðil.

Um flutning á fjármunum af gjaldeyrisreikningum yfir á reikning í íslenskum krónum gilda engin höft. Það er hinsvegar rétt að benda á að fari fjárhæðin yfir 2 mkr. þarf að fá "kvót" (sérgengi) frá gjaldeyrisborðinu.
Ef sá sem greiðir fyrir reikninginn á gjaldeyri inn á gjaldeyrisreikningi (IG) er slíkt heimilt. Hinsvegar er ekki heimilt að kaupa gjaldeyri og leggja inn á gjaldeyrisreikning gegn staðfestingu á vöru og þjónustukaupum, ef varan eða þjónustan er keypt af öðrum innlendum aðila.

Það er heimilt að greiða upp erlend lán eða greiða inn á höfuðstól þeirra (umframgreiða). Einnig er heimilt að gera nafnabreytingu á erlendum lánum, þ.e.a.s. öðrum innlendum aðila er heimilt að yfirtaka lánið. Þetta gildir bæði um húsnæðislán og bílalán. Slíkar yfirfærslur eru háðar reglum bankans þar að lútandi.

Það er hinsvegar ekki heimilt að greiða upp lán hjá erlendri fjármálastofnun, aðeins má greiða samninngsbundnar afborganir, vexti og verðbætur af þeim.

Slíkt er ekki heimilt. Engan gjaldeyri má selja nema gegn framvísun á farseðli eða flugáætlun.
Samkvæmt reglum Seðlabankans er skilaskylda á öllum gjaldeyri innan tveggja vikna frá því að hann komst í vörslu aðila. Reikningar fyrirtækja vegna vöru og þjónustukaupa eru undanþegnir reglunum. Þeim er s.s. heimilt að greiða reikninga í gegnum bankann gegn framvísun reikningsins.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall