Bestu fjárfestingar kvenna endurspegla gildi þeirra

18.03.2014 - Dögg Hjaltalín
Barbara Stewart er sérfræðingur í fjármálum og hefur mikla þekkingu á fjárfestingum kvenna. Hún segir að fjárfestingar kvenna séu skref í því að auka völd þeirra og gera konur fjárhagslega sjálfstæðar. Konur eigi að byggja upp þekkingu samhliða auði. 

Hér koma nokkrar áhugaverðar ábendingar Barböru varðandi konur og fjárfestingar:

• Fjárfestu í hugmyndum sem þú skilur og fjárfestu í hlutum sem vekja áhuga þinn. Vertu meðvituð um gildin þín og fjárfestu í samræmi við það.

 

• Mikilvægt er að ákveða hvort þú viljir læra að fjárfesta sjálf eða fá einhvern fagaðila í verkið. Hvernig sem er, gerðu eitthvað. Ef þú ert áhugasöm um að stýra þínum fjárfestingum sjálf þarftu að gera tilraunir því æfingin skapar meistarann og þú öðlast meira sjálfstraust. Ef þú hefur ekki áhuga eða hefur ekki tíma til að skoða fjárfestingar fáðu þér ráðgjafa sem þú treystir.

• Fjárfestingar eru ekki eins flóknar og þú gætir talið og því fyrr sem þú byrjar að fjárfesta því betra. Lærða af fyrirmyndum þínum. Til að geta stundað ábyrgar fjárfestingar eru nauðsynlegt að hafa persónulegu fjármálin á hreinu. Fylgstu með viðskiptafréttum. Ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Vertu á varðbergi gagnvart tískubylgjum. Hugsið um að fjárfestingar endurspegli samfélagið. Nýtið tæknina og öll tól sem eru í boði.

• Ef vakin væri athygli kvenna á verðbréfum sem endurspegla persónuleg gildi þeirra væru þær virkari fjárfestar á hefðbundnum verðbréfamörkuðum. 

Barbara á opnum morgunverðarfundi 21. mars
NASDAQ OMX Iceland, VÍB eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, FKA og NASKAR Investment tilkynna að Barbara Stewart, fjármálasérfræðingur og sjóðsstjóri hjá Cumberland Private Wealth Management í Toronto, Kanada, mun verða aðalræðumaður á opnum morgunverðarfundi í Norðurljósasal Hörpu um konur og fjárfestingar, föstudaginn 21. mars nk. kl. 8:30-10. Miðaverð er 2000 kr. en hægt er að kaupa miða í gegnum midi.is. Húsið opnar kl. 8.00.

Barbara hefur um nokkurra ára skeið rannsakað hvernig konur um allan heim nálgast fjárfestingar; hvernig þær byrja og í hverju þær fjárfesta helst. Þann 8. mars var gefin út fjórða skýrsla hennar úr Rich Thinking seríunni, How Smart Women Invest. Á morgunverðarfundinum mun Barbara skýra frá niðurstöðum skýrslunnar.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður FKA, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland og Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kjölfestu ræða málin við Barböru við pallborðið. Fundarstjóri er Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri hjá VÍB. Kristín Jóhannsdóttir, samskiptastjóri hjá NASDAQ OMX Iceland flytur opnunarerindi. 

Um Barböru Stewart:
Barbara Stewart er sérfræðingur í fjármálum og sjóðsstjóri hjá Cumberland Private Wealth Management í Torronto, Kanada. Barbara er einnig fræðimaður og skrifar mikið um málefni sem snerta konur og fjármálalæsi. Þann 8. mars sl. var fjórða skýrsla hennar úr Rich Thinking seríunni gefin út. Hún skrifar reglulega pistla í tímarit, kemur mikið fram í fjölmiðlum og heldur erindi út um alla heim um málefni sem snerta konur, peninga og fjármálalæsi. Fyrir frekari upplýsingar um Barbara Stewart og Rich Thinking verkefnið hennar, smelltu hér

Morgunverðarfundur með Barbara Stewart er hluti af samstarfsverkefninu Fjölbreytni á markaði, sem NASDAQ OMX Iceland, VÍB, FKA og NASKAR Investments standa að.


Efni og innihald greina endurspegla ekki mat eða skoðanir Íslandsbanka heldur einungis þeirra aðila sem þær skrifa.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall