Eyddu minna í mat á ferðalaginu

30.07.2014 - Dögg Hjaltalín
Á sumrin leggja margir land undir fót og oftast fylgja þessum ferðalögum mikil útgjöld. Það kostar að komast á milli staða, næra sig og að leggjast til svefns. Til að þessi tími ársins bitni sem minnst á buddunni er gott að halda vel utan um útgjöldin í mat en það þarf að undirbúa tjaldferðalagið á annan hátt en sumarbústaðaferðina.

Sumarbústaðurinn

Til að eyða sem minnstu í mat í sumarbústaðaferðinni er gott að undirbúa ferðina þannig að bakkelsi og annað sé tilbúið fyrirfram. Einnig er sniðugt að taka með rétti sem þarf einungis að hita upp líkt og lasagne og annað sem hægt er að hita upp þegar allir koma þreyttir heim eftir skemmtilegan dag. 

Til að gera dvölina í bústaðnum sem ódýrasta er nauðsynlegt að taka helstu nauðsynjar í eldhúsinu með að heiman t.d. krydd, bökunarvörur og aðrar þurrvörur í litlum ílátum. Þannig er hægt að lágmarka útgjöldin meðan á ferðalaginu stendur því tíðar ferðir í matvöruverslun meðan á fríi stendur verða oft mjög kostnaðarsamar því fólk á til að leyfa sér mun meira í sumarfríinu en venjulega. 

Bökunarvörurnar eru alveg nauðsynlegar í bústaðinn því nægur tími ætti að gefast til að baka brauð og annað bakkelsi. 

Tjaldferðalagið

Þegar tjaldferðlagið er undirbúið er að mörgu að huga í matarundirbúningi. Gott kælibox er alveg nauðsynlegt þegar farið er í tjaldútilegu því að maturinn þarf að duga á meðan á ferðalaginu stendur og kæliboxið þarf að geta haldið matnum köldum allan tímann. Þá er sniðugt að hafa í huga geymsluþol matvaranna sem eru valdar með

Ein gullin regla hvort sem dvalið er í tjaldi eða í bústað er að smyrja nesti þegar lagt er af stað að morgni í ferðir því oft vill útivistin lengjast og þá er gott að þurfa ekki að hlaupa inn á næsta matsölustað til að seðja hungrið., t.d. geymist hangikjöt mun lengur en skinka svo eitthvað sé nefnt. Einnig er gott að undirbúa ferðalagið með því að baka kökur til að narta í milli mála. Dekkra brauð og flatkökur duga oftast t.d. lengur en hvítt brauð. 

Ekki má gleyma mikilvægasta veganestinu, góða skapinu enda geymist það mjög vel og kostar ekki neitt.

 


Efni og innihald greina endurspegla ekki mat eða skoðanir Íslandsbanka heldur einungis þeirra aðila sem þær skrifa.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall