Séreignarsparnaður og húsnæði

26.05.2014 - Björn Berg Gunnarsson

Þann 16. maí voru samþykkt á Alþingi lög sem stuðla að lækkun á skuldum heimila vegna íbúðalána. Aðgerðirnar snúast annars vegar um beina niðurfærslu lána og hins vegar heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar iðgjalda séreignasparnaðar inn á húsnæðislán eða til húsnæðiskaupa.

Ert þú með allt á hreinu?

Þeir sem hyggjast nýta sér séreignarsparnaðarúrræðið þurfa að hafa kynnt sér nokkur atriði.

Samningur um séreignarsparnað: Ekki er hægt að nýta sér ráðstöfunina nema skrifað hafi verið undir samning um séreignarsparnað. Þeir sem ekki eru með slíkan samning geta haft samband við lífeyrisþjónustu VÍB á Kirkjusandi í 440-4900 eða á vib@vib.is.

2% eða 4%?: Frá og með 1. júlí hafa launþegar aftur heimild að leggja fyrir 4% af sínum launum í stað 2% áður. Þeir sem völdu 4% á sínum tíma færast þangað sjálfkrafa aftur, en aðrir þurfa að skrifa undir nýjan samning.

Umsóknin: Innan skamms verður hægt að sækja um að ráðstafa séreignarsparnaði inn á lán á vef Ríkisskattstjóra. Ráðstöfun inn á lán eða húsnæðissparnað hefst væntanlega ekki fyrr en í haust og því nægur tími til stefnu. Hins vegar þarf að sækja um fyrir 1. september ef ráðstafa á iðgjöldum vegna launatímabilanna júlí og ágúst.

Ítarlegri upplýsingar: Spurningar og svör er að finna á vef VÍB og sem verður uppfærður eftir því sem málin skýrast. Enn er beðið eftir reglugerð þar sem smáatriði varðandi framkvæmd ráðstöfunarinnar liggja fyrir.

Vakin skal athygli á því að þar sem séreignarsparnaður er ekki aðfararhæfur við gjaldþrot getur verið að ráðstöfunin henti ekki þeim sem eiga í verulegum fjárhagsvandræðum.

Ekki hika við að hafa samband við ráðgjafa VÍB ef einhverjar spurningar vakna vegna úrræðisins.

 

Efni og innihald greina endurspegla ekki mat eða skoðanir Íslandsbanka heldur einungis þeirra aðila sem þær skrifa.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall