Ertu á leið til útlanda?

22.07.2014 - Hjalti Rögnvaldsson

Bankinn í farsímanum

Þú getur sinnt helstu bankaviðskiptum í snjallsímanum þínum. Í Íslandsbanka Appinu geturðu greitt reikninga, millifært og skoðað stöðu auk þess að þú getur notað myntbreytuna til að skoða gengi gjaldmiðla. Íslandsbanka Appið er í boði fyrir snjallsíma og spjaldtölvur með Android eða iOS stýrikerfi.

Sækja appið.

Gjaldeyrir

Ekki gleyma að taka út skotsilfur áður en þú heldur erlendis í frí. Það er kostnaðarsamara að taka út gjaldeyri í Leifsstöð og víða í hraðbönkum erlendis eru teknar þóknanir þegar peningur er tekinn út af kreditkorti. Mundu eftir að koma með farseðil og skilríki þegar þú sækir gjaldeyrinn þinn.

Smelltu hér til að vita meira um gjaldeyrismál.

Auðkennislykill og SMS

Ferðu ekki örugglega með auðkennislykilinn með þér í fríið? Vertu líka viss um að þú hafir skráð gsm númerið þitt á stillingasíðu Netbankans. Þá geturðu alltaf komist í netbankann þinn með SMS-varaleið sem margir nýta sér.

Nánar um SMS tilkynningar.

Pinnið á minnið

Hjá flestum sölustöðum erlendis og í mjög auknum mæli innanlands þarf að staðfesta greiðslu með því að slá inn PIN númer í stað undirskriftar. Ef þú manst ekki PIN númerið þitt þá getur sótt það í Netbanka Íslandsbanka.

Nánar um Pinnið á minnið.

Mikilvæg símanúmer

Vertu með mikilvæg símanúmer við hendina, t.d. þjónustunúmer bankanna 515 4444 til að fá upplýsingar um stöðu og færslur reikninga og kreditkorta, neyðarnúmer hjá Visa (525 2000) og MasterCard (533 1400). Mundu líka eftir símanúmeri Þjónustuvers Íslandsbanka, 440 4000, sem kappkostar að veita þér góða þjónustu í sumarfríinu.

Nánar um mikilvæg símanúmer.

Efni og innihald greina endurspegla ekki mat eða skoðanir Íslandsbanka heldur einungis þeirra aðila sem þær skrifa.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall