Störf í boði

Umsóknir um auglýst störf og almennar starfsumsóknir

Vinsamlega fyllið út upplýsingar á því umsóknarformi sem hér birtist. Það er yfirleitt beðið um að a.m.k. starfsferilskrá fylgi útfylltri umsókn. Kerfið tekur við skjölum á .doc og .pdf formi, mest 4 viðhengjum samtals.

Auglýst störf í boði

Vöruhúsasmiður óskast!

Íslandsbanki er á höttunum eftir metnaðarfullum og drífandi sérfræðingi á sviði vöruhúsa gagna til að taka þátt í skemmtilegum og krefjandi verkefnum hjá Hugbúnaðarlausnum bankans. Viðkomandi mun starfa með öflugum hópi hugbúnaðarsérfræðinga að hönnun og smíði vöruhúss gagna. Öll teymi deildarinnar starfa eftir Agile hugmyndafræðinni.

Helstu verkefni snúa að:

 • Þarfagreiningu
 • Greiningu grunngagna
 • Hönnun og smíði gagnalíkana
 • ETL-þróun

Við leggjum miklaáherslu á:

 • Jákvæð og uppbyggjandi samskipti
 • Teymisvinnu og stöðuga rýni
 • Fagleg og sjálfstæð vinnubrögð
 • Skipulagshæfni og framsýni
 • Frumkvæði og kraft

Hæfniskröfur eru:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi
 • Þekking og reynsla við smíði vöruhúsa gagna er stór kostur
 • Þekking af Oracle gagnagrunnum og ETL-tólum er kostur
 • Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu

Nánari upplýsingar veitir Þórir Ólafsson, deildarstjóri, sími 844 4260, netfang: tho@islandsbanki.is

Tengiliður á mannauðssviði er Sigrún Ólafsdóttir, sími 440 4172, netfang: sigrun.olafs@islandsbanki.is

Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilsskrá fyrir 28.4.2014

Sækja um starfið
Sérfræðingur í Fjárstýringu

Við leitum að jákvæðum, kraftmiklum einstaklingi, sem hefur frumkvæði, metnað og löngun til að vinna að krefjandi verkefnum í Fjárstýringu bankans.

Hlutverk Fjárstýringar er fjármögnun starfseminnar með útgáfu skráðra skuldabréfa á innlendum og erlendum mörkuðum og stýring lausafjár-, gjaldmiðla- og vaxtaáhættu bankans. Miðlun upplýsinga um innri verðlagningu vaxta í bankanum er einnig á ábyrgðarsviði Fjárstýringar.

Helstu verkefni:

 • Umsjón með útgáfuferlum á skráðum skuldabréfum
 • Samskipti við eftirlitsaðila og skjalagerð í tengslum við víxla- og skuldabréfafjármögnun
 • Stýring á tryggingarsöfnum vegna útgáfu sértryggðra skuldabréfa
 • Reglulegar uppfærslur á útgáfurömmum vegna skráðra skuldabréfa
 • Skýrslugerð og greining
 • Gerð kynningarefnis vegna fjármögnunarverkefna
 • Önnur verkefni eftir nánara samkomulagi

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Greiningarhæfni talnaskilningur og nákvæmni
 • Hæfni til að flytja og rökstyðja mál á fundum
 • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
 • Skipulagshæfni og hæfni í mannlegum samskiptum

Nánari upplýsingar veitir Ósvaldur Knudsen, forstöðumaður Fjárstýringar, osvaldur.knudsen@islandsbanki.is, sími 440 2788. Tengiliður á Mannauðssviði er Sigrún Ólafsdóttir, sigrun.olafs@islandsbanki.is, sími 440 4172. Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl nk.

Sækja um starfið
Útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum

Útibússtjóri í útibú Íslandsbanka í Vestmannaeyjum

Íslandsbanki býður alhliða fjármálaþjónustu. Hjá bankanum starfa um 1.000 starfsmenn. Íslandsbanki sækist eftir hugmyndaríku starfsfólki sem býr yfir yfirburðaþekkingu og frumkvæði, er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans. Íslandsbanki er efstur á bankamarkaði samkvæmt íslensku ánægjuvoginni en framtíðarsýn okkar er að vera #1 í þjónustu

Helstu verkefni:

 • Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri
 • Öflun nýrra viðskiptavina og viðhalda samskiptum við núverandi viðskiptavini
 • Undirbúningur, greining og vinnsla lánamála
 • Sölu- og markaðsuppbygging
 • Starfsmannamál

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun, viðskiptafræði eða sambærileg menntun
 • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Greiningarhæfni og reynsla af stjórnun
 • Reynsla úr fjármálafyrirtækjum eða rekstri fyrirtækja

Nánari upplýsingar veitir Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabanka sími 440 2880, una.steinsdottir@islandsbanki.is. Tengiliður á Mannauðssviði er Sigrún Ólafsdóttir, sími 440 4172, sigrun.olafs@islandsbanki.is Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá . Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl.

Sækja um starfiðAlmenn starfsumsókn

Ef ekkert starf er auglýst getur þú sent inn almenna starfsumsókn.

Almenn starfsumsókn

Áttu inni umsókn og vilt uppfæra efni?

Þeir sem hafa sótt um og búið til notendanafn og lykilorð geta breytt og bætt við upplýsingum um sig, reynslu og menntun. Þegar ný gögn eru sett inn er mikilvægt að eyða úreltum fylgiskjölum.

Uppfæra umsóknargögn

Starfsfólk Íslandsbanka

Það er viðhorf stjórnenda Íslandsbanka að fjárfesting í starfsfólki sé lykillinn að velgengni bankans og mikilvægt sé að byggja upp fjölbreyttan hóp starfsmanna sem býr yfir ólíkri reynslu, þekkingu og hæfileikum.

Íslandsbanki er krefjandi vinnustaður þar sem samvinna er lykillinn að árangri. Starfsfólk Íslandsbanka er hvatt til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð, læra nýja hluti, koma með hugmyndir og sýna það besta sem í því býr. Fjárhagslegur styrkur bankans, ásamt þekkingu og hæfileikum starfsfólksins eru undirstaða fyrirtækisins og grunnurinn að framtíðaruppbyggingu þess.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall