Störf í boði

Umsóknir um auglýst störf og almennar starfsumsóknir

Vinsamlega fyllið út upplýsingar á því umsóknarformi sem hér birtist. Það er yfirleitt beðið um að a.m.k. starfsferilskrá fylgi útfylltri umsókn. Kerfið tekur við skjölum á .doc og .pdf formi, mest 4 viðhengjum samtals.

Auglýst störf í boði

Viðskipti og þróun Íslandsbanka

Framkvæmdastjóri

Íslandsbanki óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra Viðskipta og þróunar. Sviðið sem er nýtt er sett á fót í samræmi við áherslubreytingar í stefnu bankans. Sviðið samþættir og styrkir sölu, viðskiptagreiningu, þjónustu, markaðsmál og viðskiptaþróun og hefur auk þess yfirumsjón með stefnu bankans og innleiðingu hennar.

Framkvæmdastjóri Viðskipta og þróunar heyrir undir bankastjóra og á sæti í framkvæmdastjórn bankans.

Helstu verkefni:

  • Stefnumótun og þróun viðskiptatækifæra
  • Markaðs- og þjónustumál
  • Netviðskipti og samskiptamál
  • Sölustýring og viðskiptagreining
  • Dagleg stjórnun og rekstur sviðsins

Hæfniskröfur:

  • Leiðtoga- og stjórnunarhæfni
  • Rekstrar- og stjórnunarreynsla
  • Stefnumiðuð hugsun og drifkraftur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Nánari upplýsingar: Hafsteinn Bragason, mannauðsstjóri, 440 4267, hafsteinn.bragason@islandsbanki.is og Sigrún Ólafsdóttir, ráðningarstjóri, 440 4172, sigrun.olafs@islandsbanki.is

Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst nk.

Við bjóðum góða þjónustu. Hjá Íslandsbanka starfa um 1000 starfsmenn. Við sækjumst eftir starfsfólki sem er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu.

Sækja um starfið

Almenn starfsumsókn

Ef ekkert starf er auglýst getur þú sent inn almenna starfsumsókn.

Almenn starfsumsókn

Áttu inni umsókn og vilt uppfæra efni?

Þeir sem hafa sótt um og búið til notendanafn og lykilorð geta breytt og bætt við upplýsingum um sig, reynslu og menntun. Þegar ný gögn eru sett inn er mikilvægt að eyða úreltum fylgiskjölum.

Uppfæra umsóknargögn

Starfsfólk Íslandsbanka

Það er viðhorf stjórnenda Íslandsbanka að fjárfesting í starfsfólki sé lykillinn að velgengni bankans og mikilvægt sé að byggja upp fjölbreyttan hóp starfsmanna sem býr yfir ólíkri reynslu, þekkingu og hæfileikum.

Íslandsbanki er krefjandi vinnustaður þar sem samvinna er lykillinn að árangri. Starfsfólk Íslandsbanka er hvatt til að sýna frumkvæði, axla ábyrgð, læra nýja hluti, koma með hugmyndir og sýna það besta sem í því býr. Fjárhagslegur styrkur bankans, ásamt þekkingu og hæfileikum starfsfólksins eru undirstaða fyrirtækisins og grunnurinn að framtíðaruppbyggingu þess.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall