Sameining Íslandsbanka og Byrs

Hér fyrir neðan eru helstu upplýsingar um sameiningu bankanna tveggja. Þú getur sent spurningar um samrunann til okkar á póstfangið islandsbanki@islandsbanki.is og við munum svara þeim eftir bestu getu og bæta þeim upplýsingum við hér að neðan. Einnig getur þú haft samband við Þjónustuver Íslandsbanka í síma 440 4000 sem er opið frá 8:30-17 alla virka daga.

Lokun á Heima- og Fyrirtækjabanka Byrs: Spurt og svarað

Heima og fyrirtækjabanka Byrs hefur verið lokað. Hér fyrir neðan er að finna ýmsar spurningar og svör sem vonandi geta aðstoðað viðskiptavini við að stíga fyrstu skrefin í Netbanka Íslandsbanka. Einnig má sjá upplýsingar um notkun og nýjungar í Netbanka Íslandsbanka í nýju myndbandi sem bankinn hefur látið útbúa.

Nýjungar í Netbanka Íslandsbanka (Myndband)

Aðgangsmál og aðgengileiki aðgerða

Opna allt
Fyrrum viðskiptavinir Byrs sem höfðu ekki aðgang að Netbanka Íslandsbanka hafa nú fengið aðgang að honum. Skilaboð um aðgangsupplýsingar eru að finna undir liðnum „Rafræn skjöl" í heimabanka Byrs. Þau er einnig hægt að nálgast úr öllum öðrum netbönkum. Eftir lokun Heima- og fyrirtækjabanka Byrs þann 17. janúar þurfa viðskiptavinir að koma í næsta útibú Íslandsbanka til að fá notendanafn og lykilorð í Netbanka Íslandsbanka.
Hafir þú ekki breytt lykilorðinu á sínum tíma, getur þú nálgast það undir Rafræn skjöl í Heima- og fyrirtækjabanka Byrs. Hafir þú hins vegar breytt því, þarftu að heimsækja okkur í næsta útibú Íslandsbanka og við endurstillum lykilorðið fyrir þig.
Þar sem Íslandsbanki sendir ekki sömu tilkynningar og Byr gerði, þarftu að velja þær tilkynningar sem þú vilt fá. Meðal tilkynninga sem Íslandsbanki sendir eru FIT viðvaranir sem gera þér kleift að leiðrétta stöðu reiknings þíns innan ákveðinna tímamarka farir þú yfir á reikningnum og fréttir frá Greiningardeild Íslandsbanka.

Þú getur skráð þig í áskrift á þessum tilkynningum með því að fara inn í Stillingar í Netbanka Íslandsbanka og þaðan inn í Áskriftir

Þessi aðgerð er eingöngu í Netbanka einstaklinga

Já, það verður hægt.

Enn er opið inn í Aðgerðayfirlit í Heima- og fyrirtækjabanka Byrs. 

Þessi aðgerð gefur notendum Byrs aðgang að framkvmædum greiðslum 7 ár aftur í tímann. Aðgerðin verður opin eitthvað fram á vorið.

Því miður var ekki mögulegt að færa réttindi á upplýsingum, öðrum en á reikningum og kreditkortum yfir í Netbanka Íslandsbanka. Notendur Netbanka Íslandsbanka geta sótt um sérstaklega að ógreiddir reikningar maka birtist í Netbankanum, og öðlast þá maki aðgang að ýmsum öðrum þáttum netbankans eins og rafrænum skjölum.
Til að sjá ógreidda reikninga maka þarf að velja það sérstaklega í felliglugga, en verið er að skoða þann möguleika að notendur geti séð ógreiddu reikninga sína og maka saman í lista eins og var í Heimabanka Byrs.
Starfsfólki Íslandsbanka er ekki heimilt að opna Netbankaaðgang í gegn um síma og er það gert til öryggis fyrir viðskiptavini bankans. Viðskiptavinur getur ekki sannað á sér deili nema með framvísun skilríkja.
Hér er hægt að fá upplýsingar og leiðbeiningar um innskráningu og stillingar í Netbanka Íslandsbanka.

Já, þú getur skráð þig inn í Netbanka Íslandsbanka með því lykilorði sem þú fékkst úthlutað og breytt því undir aðgerðinni Stillingar í Netbankanum. Þá er til að mynda hægt að breyta því í sama lykilnúmer og þú notaðir í Heima- og fyrirtækjabanka Byrs.

Í Netbanka Íslandsbanka fær notandi Netbankans eitt öryggisnúmer sem gildir fyrir Netbankann í heild sinni en ekki fyrir einstaka reikninga. Öryggisnúmerið er að finna undir yfirlit -> Rafræn skjöl í Netbanka Íslandsbanka.


Æskilegt er að breyta öryggisnúmerinu reglulega inni á stillingarsíðunni í Netbanka Íslandsbanka.

Nei, Heima- og Fyrirtækjabanka Byrs hefur verið lokað í áföngum:

 • Erlendri greiðslumiðlun var lokað 9. nóvember 2012 
 • Innheimtuþjónustu var lokað 24. nóvember 2012 
 • Netgreiðsluþjónustu var lokað 30. nóvember 2012 
 • Sjálfvirku heimilisbókhaldi var lokað 30. nóvember 2012
 • Heima- og Fyrirtækjabanka Byrs var formlega lokað 17. janúar 2013 
 • Núna er einungis veittur aðgangur að "Rafrænum skjölum" og "Framkvæmdum greiðslum. Verður þeim aðgangi haldið opnum eitthvað fram á vorið.
 • Netgreiðsluþjónusta er því miður ekki aðgengileg Í Netbanka Íslandsbanka. Þeir sem voru með Netgreiðsluþjónustu hjá Byr eiga þess kost að flytja sig yfir í hefðbundna greiðsluþjónustu hjá Íslandsbanka án endurgjalds í 12 mánuði. Þess má geta að þjónustan er viðskiptavinum í gullvild og platínum að kostnaðarlausu.  
 • Viðskiptavinir geta nú nýtt sér Meniga í stað sjálfvirks heimilisbókhalds Byrs 
 • Fyrirtæki geta sent erlendar greiðslur í Fyrirtækjabankanum, þó með ögn breyttu sniði. Einstaklingar þurfa hér eftir að koma í útibú Íslandsbanka til að senda greiðslur til útlanda 
 • Öflug Innheimtuþjónusta er til staðar í Fyrirtækjabanka Íslandsbanka

Fyrrum viðskiptavinir Byrs sem höfðu ekki aðgang að Netbanka Íslandsbanka hafa nú fengið slíkan aðgang. Skilaboð um aðgangsupplýsingar eru að finna undir liðnum „Rafræn skjöl" í heimabanka Byrs. Þau er einnig hægt að nálgast úr öllum netbönkum. Sjá nánari upplýsingar og aðstoð við innskráningu í Netbanka

 • Allir reikningar og kreditkort  
 • Aðgangsheimildir að reikningum/kreditkortum maka og barna 
 • Skuldfærslureikningur fluttur (ef ekki skráður í Íslandsbanka) 
 • Þekktir erlendir viðtakendur hafa þegar verið fluttir yfir.  
 • Þekktir innlendir viðtakendur voru færðir yfir í byrjun árs 2012. Þeir viðtakendur sem bætt hefur verið við síðan, verða færðir yfir áður en Heima- og fyrirtækjabanki Byrs lokar. 
 • Auðkennis-GSM og netfang verða flutt yfir (ef þau eru ekki þegar skráð í Íslandsbanka)
Fyrirtæki sem notað hafa Fyrirtækjabanka Byrs fá öll nýjan samsvarandi aðgang að Fyrirtækjabanka Íslandsbanka. Fyrirtæki sem áttu mörg notendaauðkenni í báðum bönkum verða þó ekki flutt yfir í Fyrirtækjabanka Íslandsbanka en við hvetjum þau til að hafa samband við sinn ráðgjafa. 

Innheimta

Opna allt
Ekki er hægt að velja einstakar kröfur til að senda heldur er um að ræða sjálfvirkt ferli. Kröfur fara í milliinnheimtu í gegnum Skilvís sem er Innheimtukerfi Íslandsbanka.
Þeir viðskiptavinir sem notuðu Innheimtuþjónustu Byrs þurfa ekki að skrá sig aftur í þjónustuna. Ef viðskiptavinur hefur ekki notað Innheimtuþjónustuna áður þarf hann að koma í útibú og skrá sig eða fyrirtæki sitt í Skilvís.

Greiðslur

Opna allt
Allar greiðslur í einstaklingshluta Heimabanka Byrs verða færðar yfir en ekki í fyrirtækjahlutanum. 
Því miður eru slíkar greiðslur ekki í boði í Fyrirtækjabanka Íslandsbanka en stefnt er að því að bjóða upp á reglulegar greiðsur í Fyrirtækjabanka í framtíðinni.
Fyrirtæki geta sent símgreiðslur í Fyrirtækjabankanum. Aðgerðin er staðsett undir Erlend viðskipti > Skrá greiðslur. Einstaklingar þurfa að hafa samband við sitt útibú.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall