Sagan

Íslandsbanki á sér djúpar rætur í íslenskri atvinnusögu, allt til ársins 1904 þegar fyrsti bankinn með nafninu Íslandsbanki var stofnaður. Saga bankans tvinnast saman við Fiskveiðasjóð sem stofnaður var 1906 og síðar Útvegsbanka Íslands sem var stofnaður árið 1930, en Íslandsbanki varð til við sameiningu Útvegsbankans, Iðnaðarbankans, Verslunarbankans og Alþýðubankans árið 1990. Rætur bankans liggja því í ýmsum atvinnugreinum, og byggir bankinn í dag enn á sérþekkingu sinni í þessum greinum, til dæmis sjávarútvegi og einnig endurnýtanlegri orku.

Eftir mikla alþjóðavæðingu bankanna á Íslandi á árunum 2003-2007, féll Íslenska bankakerfið um haustið 2008 í kjölfarið á alþjóðlegri fjármálakreppu. Íslandsbanki í núverandi mynd var svo stofnaður í október árið 2008. Með sameiningu bankans við Byr árið 2011 þá samtvinnast saga bankans við sögu sparisjóðanna á Íslandi. Það má því segja að rætur Íslandsbanka í núverandi mynd nái allt aftur til ársins 1875 þegar fyrsti sparisjóður landsins, Sparisjóður Álftaness, var stofnaður Hér á eftir er stiklað á stóru í sögu bankans og forvera hans allt frá upphafi. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall