Eignarhald

Þann 15. október 2009 var tilkynnt að kröfuhafar Glitnis myndu eignast 95% hlutafjár í Íslandsbanka og ríkið myndi eiga 5%. Eftir mjög ítarlega áreiðanleikakönnun var það niðurstaða skilanefndar að eignast hlut í bankanum. Sú ákvörðun sýnir að skilanefndin metur rekstur bankans góðan og hefur trú á framtíð íslensks efnahagslífs. Þessi niðurstaða er mikilvægur áfangi í uppbyggingu nýs banka.

Samkvæmt úrskurði Fjármálaeftirlitsins frá 7. janúar skal eignarhald Íslandsbanka vera í höndum sérstaks dótturfélags Glitnis (ISB Holding), sem lýtur stjórn sem er að meirihluta skipuð stjórnarmönnum óháðum Glitni, stórum kröfuhöfum og Íslandsbanka sjálfum.Félagið á 95% hlutafjár í Íslandsbanka og útnefnir 6 af 7 stjórnarmönnum bankans. Formaður stjórnar ISB Holding er Tryggvi Pálsson, hagfræðingur.

Ríkið á 5% af hlutafé bankans og hefur einn fulltrúa í stjórn. Stjórnvöld munu halda uppi virku eftirliti með starfseminni. Ríkisvaldið hefur og ákveðið að hafa tiltekið fjármagn tiltækt til þess að styðja við bankana ef á þarf að halda. Kostnaður ríkisins vegna fjármögnunar bankans verður tæpum 37 milljörðum króna minni en ef eignarhaldið hefði að fullu verið í höndum ríkisvaldsins, skv. tilkynningu frá Fjármálaráðuneytinu, Íslandsbanka og skilanefnd Glitnis.

Vefur skilanefndar Glitnis er glitnirbank.com.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall