Sjávarútvegur

Saga Íslandsbanka og forvera hans er samofin sjávarútveginum en markmiðið með stofnun bankans var að styðja við vélvæðingu íslensks fiskiskipaflota og uppbyggingu nútímalegrar útgerðar.

Íslandsbanki einbeitir sér að öllum þáttum í virðiskeðju sjávarútvegsins. Sjávarútvegsteymið hefur aðsetur í Reykjavík en vinnur náið með útibúum bankans um allt land og veitir einnig ráðgjöf á heimsvísu. Til þess að tryggja afburðaþjónustu hefur verið myndaður sérfræðingahópur sem samanstendur af starfsfólki með áralanga reynslu í fjármálageiranum og sjávarútveginum.

Vinsamlegast hafið samband við okkur á á sjavarutvegur@islandsbanki.is ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir.  

Upplýsingaveita

Íslandsbanki býður upp á aðgang að upplýsingaveitu um sjávarútveginn, Seafood Industry Dashboard. Þar er hægt að fylgjast með sjávarútvegsmarkaðnum víðsvegar um heiminn með sérstakri áherslu á Bandaríkin og Ísland. Á mælaborðinu má meðal annars finna upplýsingar um veiðar, neyslu og hlutabréfaverð sjávarútvegsfyrirtækja eftir löndum.

Upplýsingaveitan er unnið í samvinnu við gagnatorgið DataMarket sem rekur markaðssvæði fyrir tölfræði- og töluleg gögn. Skoða upplýsingaveituna.

Skýrslusafn

Sjávarútvegsteymi Íslandsbanka birtir fjölda skýrslna um sjávarútveg einstakra landa og fisktegundir.

Skýrslurnar er hægt að sækja í Skýrslusafnið okkar.

Sjávarútvegsteymið

Rúnar Jónsson

Forstöðumaður


Ragnar Guðjónsson

Viðskiptastjóri


Ólafur Hrafn Ólafsson

Lánastjóri


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall