Kaup og sala fyrirtækja

Ráðgjöf við eignarhaldstengdar breytingar

Meginmarkmið Fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka er að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við yfirtökur, sölu á eignum, sameiningar og aðrar eignarhaldstengdar breytingar.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka

Sérfræðingar hjá Fyrirtækjaráðgjöf hafa unnið farsællega að því að aðstoða fyrirtæki og einstaklinga við yfirtökur, samruna, fjármögnun og aðrar eignarhaldstengdar breytingar undanfarin ár. Skipta má ráðgjöfinni í tvo flokka þar sem annarsvegar er unnið með félögum við ýmis konar umbreytingu eða endurskipulagningu á rekstri og hinsvegar er veitt ráðgjöf í tengslum við skipulegan verðbréfamarkað.

Verkefni Fyrirtækjaráðgjafar felast í að koma auga á mögulegar breytingar á eignarhaldi innan félaga, að finna kaupendur eða viðskiptatækifæri, móta feril viðskipta, safna og greina viðeigandi gögn. Einnig leggjum við mat á möguleg tækifæri sem eru til staðar, verðmetum félög, útbúum sölugögn og leggjum fram tillögur að hagkvæmustu fjármagnsskipan og fjármögnun. Þá kemur Fyrirtækjaráðgjöf að því að stýra samningaviðræðum, hafa umsjón með áreiðanleikakönnun og skjalagerð.

Ráðgjöf í tengslum við skipulegan verðbréfamarkað

  • Skráning í Kauphöll
  • Frumútboð verðbréfa (IPO)
  • Hlutafjáraukningar
  • Yfirtökur á skráðum félögum
  • Afskráning úr Kauphöll

Verkefni Fyrirtækjaráðgjafar felast í almennri umsjón með ferlinu, áætlanagerð sem tryggir að tímasetningar standist, að tryggja hámarks árangur, að meta tækifæri sem eru fyrir hendi ásamt því að samræma fjármögnun og eignarhald. Fyrirtækjaráðgjöfin sér einnig um að meta virði félaga, leggja mat á fjármögnunarmöguleikum, samskipti og milligöngu við mögulega fjárfesta og lánadrottna á Íslandi sem og erlendis, ráðgjöf varðandi upplýsingaskyldu, umsjón með söluferli og sölukynningum, gerð áreiðanleikakönnunar, samskipti við Kauphöll, gerð útboðs- og skráningarlýsinga og aðra skjalagerð.

Fagleg þjónusta Íslandsbanka

Við þjónustum viðskiptavini okkar með því að bjóða upp á faglega ráðgjöf sem felst í hagkvæmum lausnum. Við teljum að velgengni okkar byggist á að setja viðskiptavininn alltaf í fyrsta sæti og hafa hagsmuni hans að leiðarljósi. Starfsfólk Fyrirtækjaráðgjafar býr yfir sérhæfðri og hagnýtri þekkingu ásamt reynslu af markaði sem er virðisaukandi fyrir alla aðila sem að viðskiptunum koma. Fagleg vinnubrögð stuðla að áreiðanlegum niðurstöðum sem auðvelda viðskiptavinum ákvarðanatöku. Ráðgjöf og þjónusta okkar einfaldar viðskiptaferlið, gerir það markvissara og eykur líkur á hagstæðri niðurstöðu.

Styrkur okkar felst í öflugum tengslum við fjárfesta á markaði og þekkingu og reynslu starfsmanna. Þá er greiður aðgangur að öðrum sérfræðingum bankans mikilvægur þáttur í að leysa sérhæfð verkefni sem krefjast alþjóðlegrar reynslu og aðkomu margra sérhæfðra aðila.

Nánari upplýsingar fást hjá Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og viðskiptastjórum Íslandsbanka.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall