Netbanki

Netbanki Íslandsbanka er í raun stærsta útibú bankans þar sem viðskiptavinir nýta sér þessa þægilegu leið til að stunda öll helstu bankaviðskipti ýmist í gegnum tölvuna eða farsímann.

Netbankinn er í stöðugri þróun og hefur mikil áhersla verið lögð á að gera viðmót hans einfalt og þægilegt. Eftir nýjustu endurbætur á viðmóti og virkni Netbankans getur þú sinnt helstu bankaviðskiptum með einföldum hætti.

Kynningarmyndband

 

 

 • Mín síða: Upphafssíða Netbankans sem gefur gott yfirlit yfir fjármálin. Hægt er að sníða síðuna að sínum þörfum með því að velja hvaða þjónusta eða reikningar birtast.
 • Stillingar: Í Stillingum er hægt að velja þá liði sem notandi vill hafa sýnilega á Minni síðu. Þar er einnig hægt að breyta lykilorði fyrir Netbankann, skrá netfang notanda og stilla fleiri atriði.
 • Leiðarkerfi: Efst á Minni síðu er leiðarkerfi Netbankans og þaðan er greiður aðgangur í allar aðgerðir bankans.
 • Flýtiaðgerðir: Nú er hægt að greiða reikninga, millifæra og greiða inn á kort á Minni síðu með einum smelli.
 • Skilaboð: Skilaboð frá bankanum er varða viðskiptavininn, öryggi hans eða viðskipti birtast á einum stað í Netbankanum.
 • Bankareikningar: Hægt er að sjá yfirlit yfir alla bankareikninga og millifæra af reikningi með einum smelli á Minni síðu í Netbankanum. Einnig er auðvelt að gefa reikningum lýsandi heiti og setja sér sparnaðarmarkmið fyrir hvern bankareikning.
 • Kreditkort: Hægt er að sjá yfirlit yfir öll kreditkort og greiða inn á kort með einum smelli á Minni síðu í Netbankanum. Auðvelt er að gefa kortum lýsandi heiti og raða þeim eftir óskum notanda.
 • Ógreiddir reikningar: Listi yfir ógreidda reikninga kemur fram á Minni síðu. Þegar reikningur er fallinn á eindaga verður dagsetning reikningsins rauð. Auðvelt er að greiða reikninga á Minni síðu með því að haka við hvern reikning og smella á „Greiða“ hnappinn neðst.
 • Meniga: Heimilisbókhaldið Meniga gefur greinargóða yfirsýn yfir heimilisfjármálin en Netbankinn er beintengdur við Meniga.
 • Útskráning: Mikilvægt er að skrá sig út í hvert sinn sem farið er úr Netbankanum.

Aðrar aðgerðir í Netbanka

 • Stofnun reikninga
 • SMS skilaboð um stöðu
 • FIT viðvörun
 • Yfirlit lána hjá LÍN
 • Staða í Greiðsluþjónustu
 • Kaup á GSM frelsi
 • Staða á lífeyrisinneign
 • Yfirlit verðbréfaeignar
 • Netbanki einstaklinga er á þremur tungumálum: Íslensku, ensku og pólsku
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall