Meniga

Við bjóðum kökur í Netbankanum

Heimilisbókhald Meniga hjálpar þér að öðlast yfirsýn yfir fjármál heimilisins, halda bókhald og finna raunhæfar leiðir til sparnaðar.

Með einföldum hætti getur þú fylgst með útgjöldum, tekjum og stöðu heimilisfjármálanna á myndrænan og skýran hátt. Meniga lærir á þitt neyslumynstur og sækir og flokkar sjálfvirkt allar færslur af bankareikningum og greiðslukortum.

Námskeið í Meniga

cake.png (116010 bytes)

Hluti af Netbanka Íslandsbanka

Meniga er nú orðið hluti af netbankanum og þar með eru allir viðskiptavinir bankans orðnir Meniga notendur. Helsta breytingin fyrir þá sem voru fyrir Meniga notendur er að þeir þurfa ekki lengur að tengjast öðrum vef til að vinna með sitt bókhald. Allt á einum stað.

Íslandsbanki er fyrsti banki í heiminum sem býður upp á Meniga innbyggt í netbanka og er stoltur samstarfs- og þróunaraðili Meniga.

  • Sjálfvirkt heimilisbókhald
  • Persónuleg neyslugreining
  • Áætlanagerð og markmiðasetning
  • Sjálfvirk flokkun færslna tvö ár aftur í tímann
  • Þjónustan er viðskiptavinum að kostnaðarlausu

Gögn vistuð hjá Íslandsbanka

Vakin er athygli á því að gögn sem birtast í Meniga heimilisbókhaldi í Netbanka Íslandsbanka eru vistuð hjá bankanum en ekki Meniga. Bankinn keyrir hugbúnað frá Meniga en gögnin eru ekki flutt frá bankanum. Kjósi viðskiptavinir að tengja sínar upplýsingar maka eða skoða samanburð við aðra Meniga notendur þá geta þeir samþykkt skilmála Meniga og við það flytjast gögn yfir til Meniga (fyrirtækisins). Kynnið ykkur öryggis- og persónuverndarstefnu Meniga.

Sýnishorn úr Meniga kerfinu

Sparnaðarráð og persónuleg greining á neyslu

Meniga heimilisbókhald greinir neyslumynstur þitt og bendir þér á raunhæf sparnaðarráð, tilboð, afslætti og hagnýtar upplýsingar sem eru sérsniðnar til að hjálpa þér að nýta peningana betur. Einnig getur þú lesið sparnaðarráð frá öðrum notendum og skipst á skoðunum við þá um einstakar verslanir og útgjaldaflokka.

Sjálfvirk fjárhagsáætlun byggð á raunútgjöldum

Meniga heimilisbókhald setur sjálfkrafa upp fjárhagsáætlun sem byggir á raunútgjöldum þínum síðasta árið. Meniga aðstoðar þig einnig við að setja þér raunhæf markmið og sýnir þér hve miklu þú eyðir frá degi til dags til að auðvelda þér að halda áætlun.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall