Íslandsbanka Appið

Við einföldum millifærslur í snjallsímanum margfalt. Með Íslandsbanka Appinu má nálgast stöðuna á reikningum og færa smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með fáeinum smellum. Í Appinu má einnig skoða vildartilboð eftir staðsetningu, flokkum og stjörnumerkja uppáhaldstilboð. Tilboðin gilda fyrir alla viðskiptavini í Vildarþjónustu en einnig eru sérmerkt tilboð sem gilda sérstaklega fyrir Námsmenn og korthafa nýja Íslandsbanka American Express® kortsins. Þjónustan er í boði fyrir einstaklinga með aðgang að Netbanka Íslandsbanka.

Sæktu Appið


Sækja fyrir
iPhone farsíma
Sækja fyrir
Android farsíma

Um Appið


Nýskráning notanda

Við skráningu tengist Appið við Netbanka og auðkennir notanda ásamt tækinu. Krafist er notandanafns, lykilorðs og auðkennisnúmers við fyrstu skráningu. 

Einfalt og aðgengilegt

Eftir nýskráningu má nálgast stöðuna á reikningum, millifæra á þekkta viðtakendur með þremur smellum og staðfesta með 4 stafa öryggisnúmeri (PIN).

Stillingar á öryggisnúmeri 

Notandi getur valið hvenær krafist er 4 stafa öryggisnúmers (PIN) undir liðnum stillingar í Appinu. Alltaf er krafist 4 stafa öryggisnúmers við millifærslur.

Öryggi

Til að tryggja öryggi upplýsinga á símanum er Appið læst með 4 stafa öryggisnúmeri. Appið vistar engar fjárhagslegar upplýsingar á tækinu sjálfu. Það er mikilvægt ef tækið tapast eða óprúttinn aðili, s.s. hakkari,  kemst yfir símtækið.

Til að auka öryggi notenda er einungis mögulegt að millifæra á þekkta viðtakendur sem notandi skilgreinir sjálfur. Heimildin í Appinu er takmörkuð við 15.000 kr. á sólarhring.

Tapist símtækið er með einföldum hætti hægt að aftengja notanda í Netbanka Íslandsbanka undir Stillingar > App stillingar eða með því að hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka í síma 440 4000.

Aðgerðir í Appinu


Hraðfærslur og Staðan
 • Millifærslur á þekkta viðtakendur með þremur smellum 
 • Staða reikninga með einum smelli

 Tól
 • Vildartilboð Íslandsbanka
 • Myntbreyta og gengi gjaldmiðla 
 • Finna útibú og hraðbanka
 • QR lesari 
Netbanki
 • Yfirlit og staða reikninga 
 • Yfirlit og staða kreditkorta 
 • Millifærslur milli eigin reikninga 
 • Millifærslur á þekkta aðila 
 • Millifærslur á aðra reikninga 
 • Ógreiddir reikningar 
 Stillingar 
 • Afskráning símtækis
 • Stillingar á 4 stafa öryggisnúmeri og skilmálar
 • Stillingar á valmynd

Spurt og svarað


Símtæki og uppsetning

Opna allt
Appið virkar í Android tækjum með stýrikerfi 2.2 og nýrra ásamt iPhone með útgáfu iOS 5.0 og upp úr.
Já, þú getur notað Appið fyrir greiðslur og yfirlit í allt að þremur tækjum með sama notendanafni. Tækin eru jafnframt skráð í Netbanka Íslandsbanka og má nálgast upplýsingar og afskrá tæki undir liðnum stillingar í Netbankanum.
Appið er viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Einungis er greitt fyrir þann gagnaflutning sem á sér stað í gegnum 3G og WiFi við notkun appsins. Íslandsbanka Appið er þó hannað þannig að það er bæði hraðvirkt og gagnamagni haldið í lágmarki við notkun þess. Kostnaður við SMS tilkynningar og auðkennisnúmer í SMS eru samkvæmt gjaldskrá Íslandsbanka.
Við hönnun á Appinu var beitt nýrri hugsun. Þannig er nóg fyrir notanda að loka Appinu hverju sinn og Appið sér sjálft um útskráninguna ef notandi opnar ekki Appið eða aðhefst ekkert í Appinu í 2 mínútur eða lengur.
Röðun reikninga er sú sama og í Netbankanum og Netbankanum í farsímanum (m.isb.is). Til að breyta röðun reikninga geta notendur skráð sig inn í Netbanka, farið undir stillingar og þar skilgreint í hvaða röð reikningar birtast.

Appið er enn sem komið er einungis í boði fyrir einstaklinga með aðgang að Netbanka Íslandsbanka. Ekki er útilokað að fyrirtækjanotendum bjóðist sambærileg þjónusta á næstu misserum. 

Appið er ekki fáanlegt fyrir síma með Windows stýrikerfinu sem stendur. Ekki er útilokað að svo verði í framtíðinni.

Viðtakendur

Opna allt
Þekktir viðtakendur eru sóttir í Netbankann.
Hægt er að breyta reikningsupplýsingum ásamt öðrum upplýsingum um viðtakanda með því að smella á „Mínir viðtakendur“ sem er aðgengilegt úr aðalvalmynd greiðsluaðgerðarinnar. Við breytingar á þekktum viðtakendum þarf að staðfesta með notendanafni, lykilorði og auðkennislykli.
Hægt er að bæta inn þekktum viðtakanda með því að smella á „Mínir viðtakendur“ í aðalvalmynd Hraðfærslna í Appinu.

Millifærslur

Opna allt
Hægt er að millifæra allt að 15.000 kr. á sólarhring í heildina. Þannig er ekki hægt að millifæra 15.000 á einn þekktan viðtakanda og 15.000 kr. á annan eða senda 15.000 kr. á einn viðtakanda í tveimur færslum. Um er að ræða öryggisráðstafanir fyrir notendur auk þess sem mikill meirihluti millifærslna í Netbanka eru undir þessari upphæð.
Markmið með Appinu er að geta millifært og fengið stöðuna með sem liprustum hætti. Með því að hafa úttektarreikning ákveðinn fyrirfram er ferlið stytt enn frekar.

Öryggi

Opna allt
Ráðstafanir hafa verið gerðar til að tryggja öryggi notenda. Auk þess er einungis hægt að greiða inn á þekkta viðtakendur. Upphæðartakmörk eru 15.000 kr á sólarhring og ekki er hægt millifæra án þess að gefa upp 4 stafa öryggisnúmer. Notendur velja sjálfir hvort þeir hafa 4 stafa öryggisnúmer á birtingu á stöðunni á reikningum. 

Ekki er hægt að breyta þekktum viðtakendum eða bæta inn nýjum nema með því að staðfesta með réttu notandanafni, lykilorði og auðkennisnúmeri.

Sem hluti af öryggisráðstöfunum og til að draga úr hættunni á innsláttarvillum við millifærslur er einungis hægt að millifæra inn á þekkta viðtakendur. Einnig er markmiðið að Hraðfærslur séu fljótlegri en hefðbundnar millifærslur og hluti af því er að hafa þá viðtakendur forskráða. Þannig geta verið mörg dæmi þess að notendur séu með fjölda þekktra viðtakenda sem þeir vilja ekki endilega hafa aðgengilega í Appinu.

Ásamt því að geta aftengt notanda í Appinu sjálfu undir liðnum stillingar, geta notendur einnig aftengt Appið undir Stillingar í Netbankanum eða haft samband við Þjónustuver Íslandsbanka í síma 440-4000.

Appið vistar engar fjárhagslegar upplýsingar á tækinu sjálfu. Þetta er mikilvægt ef tækið tapast eða óprúttinn aðili, s.s. hakkari, kemst yfir símtækið. Upplýsingar um staðsetningu eru eingöngu vistaðar á tækinu sjálfu eins og stýrikerfi tækisins gerir kröfur um. Engar persónurekjanlegar upplýsingar um staðsetningu tækis eru sendar úr tækinu til Íslandsbanka.
Notendur geta breytt fjögurra stafa öryggisnúmeri sínu undir stillingar í Netbankanum. Til að breyta öryggisnúmerinu þarf að byrja á því að slá inn núverandi öryggisnúmer til staðfestingar.
Hægt er að millifæra allt að 15.000 kr. á sólarhring í heildina. Þannig er ekki hægt að millifæra 15.000 á einn þekktan viðtakanda og 15.000 kr. á annan eða senda 15.000 kr. á einn viðtakanda í tveimur færslum. Um er að ræða öryggisráðstafanir fyrir notendur auk þess sem mikill meirihluti millifærslna í Netbanka eru undir þessari upphæð.
Ásamt því að geta aftengt notanda í Appinu sjálfu undir liðnum stillingar, geta notendur einnig aftengt Appið undir „Stillingar“ í Netbankanum þínum eða haft samband við þjónustuver Íslandsbanka í síma 440-4000. Eftir það er ekki hægt að framkvæma í fjárhagslegar aðgerðir í viðkomandi tæki nema notandi skrái tækið aftur með réttu notendanafni, lykilorði og staðfesti með auðkennisnúmeri.

Notendur geta slegið inn rangt öryggisnúmer alls 5 sinnum. Eftir 5 tilraunir lokast fyrir aðganginn að Appinu og Netbankanum. Þetta er gert til að tryggja öryggi notenda. Viðskiptavinir geta haft samband við þjónustuver Íslandsbanka í síma 440 4000 til að fá opnað fyrir aðganginn að nýju eða komið við í næsta útibúi.

Um er að ræða öryggisráðstafanir og gert til að varna því að óprúttinn aðili geti skráð sig sem þekktan viðtakanda komist hann yfir símann og viti jafnframt fjögurra stafa öryggisnúmer notanda.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall