Skilmálar

  1. Aðilar skilmála
  2. Samþykki skilmála
  3. Rétthafi gjafakorts og undirskrift
  4. Notkun og ábyrgð
  5. Gildistími gjafakorts og endurútgáfa
  6. Glatað gjafakort og endurútgáfa

1. Aðilar skilmála

1.1 Kaupandi: Sá aðili sem kaupir gjafakortið og leggur inn á það ráðstöfunarfé.

1.2 Handhafi: Sá aðili sem er notandi/þiggjandi gjafakortsins.

1.3 Útgefandi: Íslandsbanki er útgefandi Gjafakorta Íslandsbanka.

2. Samþykki skilmála

2.1 Með kaupum á Gjafakorti Íslandsbanka er kaupandi að samþykkja eftirfarandi skilmála.

2.2 Með fyrstu notkun á Gjafakorti Íslandsbanka er handhafi að samþykkja eftirfarandi skilmála.

2.3 Eftirfarandi skilmálar taka fyrst og fremst á sérákvæðum vegna gjafakorta en að öðru leiti gilda almennir skilmálar greiðslukorta.

3. Rétthafi gjafakorts og undirskrift

3.1 Gjafakortið er hefðbundið greiðslukort og mun afgreiðslufólk söluaðila bera saman undirskrift á bakhlið kortsins við undirskrift notanda þess.

3.2 Handhafi skal skrifa nafn sitt aftan á kortið fyrir fyrstu notkun.

3.3 Aðeins má sá sem skrifað hefur aftan á kortið nota það og telst það til kortamisnotkunar ef annar aðili reynir að greiða með gjafakortinu.

4. Notkun og ábyrgð

4.1 Gjafakortið er notað til greiðslu á vöru og þjónustu hjá söluaðilum sem taka á móti VISA kreditkortum.

4.2 Handhafi gjafakortsins skal nota kortið samkvæmt almennum notkunarreglum kreditkorta og ber ábyrgð á allri notkun þess, bæði gagnvart söluaðilum og útgefanda, vegna vanrækslu í meðferð gjafakortsins.

4.3 Útgefandi ber ekki ábyrgð á tjóni eða óhagræði sem korthafi getur orðið fyrir ef kortinu er hafnað sem greiðslu fyrir vöru eða þjónustu hjá söluaðila. Jafnframt ber útgefandi enga ábyrgð ef upp kemur ágreiningur á milli korthafa og söluaðila vegna kaupa á vöru eða þjónustu sem greitt er fyrir með gjafakortinu, svo sem ef um gallaða eða ófullnægjandi vöru eða þjónustu er að ræða.

5. Gildistími gjafakorts og endurútgáfa

5.1 Gjafakortið hefur ákveðinn gildistíma sem fram kemur á framhlið kortsins.

5.1.1 Gjafakortið gildir í tvö ár í senn.

5.1.2 Eftir að gjafakortið rennur út hefur kaupandi eða handhafi kortsins þrjá mánuði til að fá eftirstöðvar þess endurútgefnar á nýtt kort.

5.1.3 Ef kort rennur út og ekki er krafist endurútgáfu innan þriggja mánaða eru eftirstöðvar kortsins glataðar fyrir kaupanda og handhafa kortsins.

5.2 Endurútgáfa eftirstöðva eru gefnar út á nýtt gjafakort og þarf handhafi að greiða fyrir útgáfu þess, samkvæmt verðskrá útgefanda.

5.2.1 Sýna þarf með sannanlegum hætti fram á réttmæti þess að fá kortið endurútgefið.

5.2.2 Sannanlegur háttur er a) framvísun kortsins þar sem sjá má gildistíma þess og undirskrift korthafa eða b) staðfestingarkvittun frá kaupdegi kortsins þar sem fram kemur annað hvort kortanúmerið eða staðfestingarnúmer kaupa.

6. Glatað gjafakort og endurútgáfa

6.1 Handhafi skal tilkynna glötuð gjafakort til þjónustuvers Íslandsbanka í síma 440 4000 svo hægt sé að loka fyrir frekari notkun kortsins.

6.1.1 Handhafi ber alla ábyrgð á innstæðu kortsins þangað til það er tilkynnt glatað.

6.2 Til þess að loka kortinu þarf að gefa upp kortanúmer gjafakortsins eða staðfestingarnúmer sem finna má á staðfestingarkvittun frá kaupdegi kortsins.

6.2.1 Án þessara númera er ekki hægt að loka glötuðu korti og eftirstöðvar þess glataðar fyrir kaupanda og handhafa kortsins.

6.3 Handhafi eða kaupandi getur fengið eftirstöðvar kortsins endurútgefnar í samræmi við lið 5.2 í skilmálum þessum.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?
Afhverju ekki?
Hætta við

Ábending þín er notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Íslandsbanka. Vantar þig aðstoð sem krefst þess að við svörum þér má hafa samband við Þjónustuver Íslandsbanka.

Netspjall